7 venjur® á vinnustöðum

Menning árangurs með öflugri forgöngu og markþjálfun

Leiddu teymið þitt í átt að framúrskarandi árangri.

7 venjur: Innleiðing á vinnustöðum er efni sem tengist 7 venjur til árangurs® Signature útgáfa 4.0 og er ætlað fyrir teymi, deildir og vinnustaði.

Efnið byggir á stórtæktri alþjóðlegri rannsókn á viðskiptavinum okkar sem hafa náð árangri við að innleiða 7 venjur á þeirra vinnustaði. Þessi eins-dags vinnustofa kennir leiðtogum hvernig þeir geta innleitt 7 venjur í teymi, deildir og vinnustaði.

1

Venja 1: Vertu virk(ur)®

Bregstu við því sem þú getur stjórnað frekar en að einblína á það sem þú hefur ekki stjórn á.

 

2

Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®

Skilgreindu æskilegan áfangastað og skapaðu skýran mælikvarða árangurs og áætlaðu hvernig þú hyggst ná settum árangri.

3

Venja 3: Mikilvægast fyrst®

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðunum frekar en að vera stöðugt að bregðast við áríðandi verkefnum annarra.

4

Venja 4: Hugsaðu Vinn-Vinn®

Skapaðu árangursríkara samstarf með því að rækta sambönd sem byggja á miklu trausti.

5

Venja 5: Skilja fyrst, miðla síðan®

Hafðu áhrif á aðra með því að þróa með þér djúpa forvitni fyrir þörfum þeirra og viðhorfum.

6

Venja 6: Skapaðu samlegð®

Þróaðu nýstárlegar lausnir sem byggja á fjölbreytileikanum og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

7

Venja 7: Skerptu sögina®

Auktu hvatningu, orku og jafnvægi milli starfs- og einkalífs með því að rækta venju daglegrar endurnýjunar.

Upplýsingar um námskeið

Skuldbittu þig að innleiðingu venjanna 7

Þátttakendur skilgreina persónulega skuldbindingu við að byggja árangursrík teymi og gera drög að skuldbindingaryfirlýsingu.

Sýndu 7 venjur í verki

Þátttakendur greina hvers kyns leiðtogar þeir vilja vera og læra hvernig þeir geta sýnt venjurnar 7 í verki með því að virkja venjurnar af ásetningi. Á meðan á ferlinu stendur auka þeir færni sína í að leitast eftir og veita endurgjöf.

Styrktu venjurnar 7

Þátttakendur skapa árangursríkt umhverfi fyrir leiðtoga og teymi til að innleiða 7 venjur alls staðar. Þeir læra hvernig þeir geta orðið árangursríkari markþjálfar með því að einblína á það sem liðsmenn þeirra gera rétt. Þeir hvetja fólk til þess að kanna eigin hegðunarmynstur, hlusta af samkennd og deila síðan ábendingum um hvernig þeir sjálfir geta leitast eftir að hlustað sé á þá. Vikulegir gátfundir styrkja venjurnar 7 með teyminu og gera þær hluta af menningu vinnustaðarins þíns til frambúðar.

Fyrirkomulag vinnustofu

Menning árangurs á grunni DNA 7 venja til árangurs

Markhópur

Leiðtogar á öllum stigum.

Lengd vinnustofu

Einn dagur – vinnustofa á vettvangi. 8 x 20 mínútna stafrænarlotur á AllAccessPass.

Innifalið

Vönduð innbundin kennslugögn og afmælisútgáfa bókarinnar 7 venjur til árangurs.

Frí handbók

7 venjur til árangurs – öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um leiðtogahæfni.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Mary Kay í Kína

Að rækta góða vinnustaðarmenningu með Venjunum 7

Mary Kay í Kína nýtir 7 venjur til árangurs® sem styrkan grunn til að innleiða jákvæða menningu á vinnustaðinn. Sjáðu hvernig starfsfólkið lifir samkvæmt Venjunum 7 til að viðhalda góðri menningu og takmarka starfsmannaveltu.

Alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki

Að skapa sterkt teymi eftir samruna

Alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki einblínir á að skapa sterkt teymi og sameiginlegt tungumál eftir samruna. Með því að nýta 7 venjur til árangurs® námskeiðið, hefur nýtt hugarfar starfsmanna jákvæð áhrif á virðissköpun vinnustaðarins.

Alþjóðlegt matvælaframleiðsla

Að hvetja til vaxtar í gegnum hvatningu starfsmanna

Alþjóðlegt matvælaframleiðslufyrirtæki einblínir á hvatningu starfsmanna til að hvetja til vaxtar á markaði. Með því að virkja 7 venjur til árangurs® námskeiðið, ná starfsmenn stöðugt nýjum árangri og fyrirtækið er á góðri leið að ná vaxtarmarkmiði sínu.

Mississippi Power

Að virkja menningu forystu og árangurs

Mississippi Power þurfti að undirbúa sig fyrir heildsölubreytingu. Afnám hafta í atvinnugreininni olli gríðarlega miklum breytingum, sem sneru sérstaklega að þjónustu á þeirra vegum. Sjáðu hvernig fyrirtækið innleiddi 7 venjur til árangurs® til að virkja menningu forystu og árangurs á vinnustaðnum öllum.