Snjallt traust®
Minnkaðu áhættu og auktu möguleika
Við lifum í heimi lítils trausts – umkringd krísum og áskorunum. Hverjum geturðu treyst? Hvernig geturðu lært að treysta?
Ef þú velur snjallt traust muntu geta starfað á grunni mikils trausts í óstöðugum viðskiptaheimi lítils trausts. Því óstöðugri sem hann verður, því meiri verður geta þín til að treysta. Hún verður samkeppnisforskot—og mun veita þér getuna til að nálgast óstöðugt umhverfi lítils trausts af öryggi.
Lausnin byggir á samnefndri bók Stephen M. R. Covey og Greg Link, Smart Trust, og mun námskeiðið hjálpa þér að skilja hvaða áhrif traust hefur á allt í kringum þig. Fólki sem er treyst er líklegra til að fá starf og stöðuhækkun, fá úthlutað stærri verkefnum og meira fjármagni, og er síðasta fólkið sem verður sagt upp. Í Snjöllu trausti, muntu kynnast fimm athöfnum trausts sem hjálpa þér að minnka áhættu á meðan þú eykur möguleika. Lausnin mun veita þér tólin til þess að skapa traust samskipti og sýna snjallt traust, sem hjálpar þér að ná árangri, hafa meiri orku og finna fyrir meiri ánægju, bæði persónulega og faglega.
The first job of a leader—at work or at home—is to inspire trust. It’s to bring out the best in people by entrusting them with meaningful stewardships, and to create an environment in which high-trust interaction inspires creativity and possibility.
Fyrirkomulag vinnustofu
Lausnin Forysta á hraða trausts getur haft varanleg áhrif á árangur vinnustaða með því að auka frammistöðu einstaklinga og teyma. Að skapa trausta og virka menningu er besta leiðin til að skapa samkeppnisforskot til frambúðar.
Markhópur
Námskeiðið hentar leiðtogum á öllum stigum vinnustaðarins.
Tímalengd
Vinnustofa á vettvangi er samtals 8 klst. Oft lóðsuð á 2 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.
Innifalið
Vönduð vinnubók þátttakenda – á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Hraði trausts: Spilastokkur Vikulegar traustsstundir: Handbók leiðtoga Forysta á grunni trausts®: Bók Vettvangur vaxtar: Appið 360º mat
Upplýsingar um námskeið
Auktu möguleika þína
Þetta námskeið byggir á bókinni “Smart Trust” eftir Stephen M. R. Covey og Greg Link, og veitir þátttakendum tólin til þess að sýna snjallt traust, sem veitir þeim aukinn árangur, orku og ánægju – bæði persónulega og faglega.
Þátttakendur munu læra:
- Hvernig á að treysta í heimi lítils trausts
- Hvers vegna traust skiptir máli
- Efnahagsáhrif mikils og lítils trausts
- Fimm athafnir sem hjálpa þér að öðlast ávinning snjalls trausts.
Um hraðla (e. Excelerators):
Hraðlar eru stutt stafræn námskeið fyrir stjórnendur sem leitast eftir því að auka viðskipti og leiðtogafærni en geta ekki tekið sér frí frá vinnu. Hraðlar bjóða upp á handleiðslu með myndböndum, hreyfimyndum, gagnvirkum könnunum og matstólum ásamt handbókum á PDF formi og öðrum aðföngum. Hraðlar eru flestir um klukkustund að lengd og geta verið nýttir einir og sér eða með öðrum lausnum.
Frí handbók
10 samtöl til að byggja upp traust
Tól fyrir leiðtoga á öllum stigum vinnustaðarins.
Stafrænt fræðslusetur
All Access Pass®
AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku.
Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey
Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.
Stafræn vinnustofa
Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.
Vinnustofa á vettvangi
Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.
Fjarnám
Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.