Forskot í framkomu og kynningum®
Upplýstu og sannfærðu eina manneskju eða hundrað.
Tapaður tími, afkastarýrir fundir og týnd tækifæri geta orsakast af lélegum kynningum. Skortur okkar á góðum leiðum til að miðla, upplýsa og sannfæra er falinn kostnaður og fjárfrekur hluti af rekstri vinnustaða 21. aldarinnar.
Vinnustofan Forskot í framkomu og kynningum aðstoðar þátttakendur við að miðla upplýsingum með árangursríkum hætti. Þátttakendur læra færnina sem felst í því að upplýsa, sannfæra og hafa áhrif á aðra með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugavísindum.
Með öflugum kynningum má skapa meðvitaða umbreytingu í þekkingu og hegðun fólks, teyma og vinnustaða sem hafa áhuga á því að efla sitt samkeppnisforskot.
Upplýsingar um námskeið
Grunnurinn
Eftir námskeiðið munu þátttakendur geta:
- Skilgreint árangur kynninga.
- Skilið “tengslaviðhorfið.”
- Séð að viðhorf + ferli = góður árangur kynningar.
- “Tengst” áhorfendum bæði stafrænt og á vettvangi.
Þróaðu öflug skilaboð
- Skilgreindu skýran tilgang bakvið skilaboðin.
- Skapaðu eftirminnilegan inngang og lokaorð.
- Þróaðu lykilpunkta til að styðja við tilganginn.
- Notaðu sjónræna þætti til að auka athygli og varðveislu skilaboðanna.
- Hannaðu árangursríkar glósur og stikkorð.
Miðlaðu af sannfæringu
- Stýrðu upplifuninni.
- Komdu myndefni áleiðis af sannfæringu.
- Stjórnaðu góðri og slæmri streitu.
- Stjórnaðu spurningum og virkni hópsins.
- Nýttu þér stafrænt “fyrir og eftir” matsefni.
- Náðu tökum á nýrri færni með 5 vikna ferlinu (e. 5-Week Quickstart process).
Frí handbók
Tímastjórnun: 7 ráð til að sinna því sem mestu máli skiptir
Þessi hagnýta handbók fer yfir 7 tillögur til að nýta lögmál tímastjórnunar.
Viðburðir
Forskot í framkomu og kynningum – viðburðir
Finndu vinnustofu á vettvangi, stafræna vinnustofu eða stafræna vegferð í dag.
Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey
Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.
Stafræn vinnustofa
Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.
Vinnustofa á vettvangi
Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.
Fjarnám
Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.