Dæmi um greiningartæki:
The 7 Habits Benchmark – greining á persónulegri forystu og árangri með hliðsjón af 7 venjum til árangurs. Varpar m.a. ljósi á frammistöðu tengda frumkvæði og ábyrgð, stefnu og sýn, forgangsröðun og tímastjórnun, tilfinningagreind, samningatækni, hlustun, miðlun og markþjálfun, umbótum og nýsköpun auk endurnýjunar og vaxtar.
tQ (Trust Quotient) – greining á lykilþáttum við að rækta traust milli einstaklinga, deilda, vinnustaða, á markaði og í samfélagi – auk sjálfstrausts. Varpar ljósi á ásetning, heilindi, færni og árangur við að efla traust.
LQ (Leadership Quotient) – greining á 4 lykilhlutverkum leiðtoga m.a. viðhorf, getu og árangur þátttakanda á að skapa og miðla sýn, innleiða stefnu, skapa traust og virkja aðra til árangurs.
The 5 Choices to Extraordinary Productivity – greining á grunnfærni til að auka framleiðni og velferð meðal annars með hliðsjón af forgangsröðun, stefnufestu, ákvörðunartöku, markmiðasetningu, skýrleika hlutverka og ábyrgðar, orkustjórnun og nýtingu tækni.
Project Management Essentials – grunngreining á færni við verkefnastjórnun.
Presentation Advantage – grunngreining á framkomu og framsögn (enska).