Mannauðsdagurinn 2025- Gott fólk, innblástur og gleði!
Það var einstök stemming í Hörpu föstudaginn 3. október þegar Mannauðsdagurinn 2025 fór fram – einn stærsti og mikilvægasti viðburður ársins fyrir mannauðsfólk á Íslandi. Yfir 1.100 gestir komu saman til að ræða það sem skiptir mestu máli í mannauðsmálum og leiðtogafærni í dag.

Við hjá FranklinCovey á Íslandi erum ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessum áhrifamikla degi.
Fulltrúar FranklinCovey á sviði og í salnum
FranklinCovey átti tvo glæsilega fulltrúa í dagskrá ráðstefnunnar í ár:
Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá FranklinCovey, hélt fyrirlesturinn „Vertu Úlfur“ þar sem hann dró fram þætti á borð við skynjun, hugsun, tilfinningar, vitund, tengsl, breytingar, samskipti og geðheilbrigði – byggt á Lífsorðunum 14 úr bókinni og leikverkinu Vertu Úlfur. Erindið fékk frábærar viðtökur og hvatti gesti til að horfa inn á við, taka ábyrgð og styrkja eigin leiðtogafærni með meðvitund og tengslum að leiðarljósi.
Auðbjörg Ólafsdóttir, Senior Growth Partner og ráðgjafi hjá FranklinCovey, var ein af fundarstjórum ráðstefnunnar og stýrði dagskrá í Silfurbergi af mikilli fagmennsku og eldmóði. Þar fjallaði Daði Rafnsson um hvernig aðferðir afreksíþrótta geta eflt árangur ungs fólks, hvernig skapa má menningu árangurs á vinnustöðum. Þá flutti Kristín Jóhannesdóttir fyrirlestur um hvernig sáttamiðlun getur orðið lykilverkfæri til að leysa ágreining á uppbyggilegan hátt..
Litríkur bás og góðar samræður
Á sýningarsvæðinu í Norðurljósasalnum tók FranklinCovey-teymið á móti gestum – þau Guðrún, Þóra, Kristinn og Auðbjörg – með hlýju, áhuga og gleði. Margir komu við á básnum okkar til að ræða um leiðtogafærni, starfsþróun, menningu og hvernig FranklinCovey getur stutt við fyrirtæki í að þróa bæði fólk og ferla.
Við þökkum öllum sem komu við hjá okkur kærlega fyrir heimsóknina, spjallið og áhugann. Það var virkilega hvetjandi að hitta svona marga sem brenna fyrir því að byggja upp sterka menningu og öfluga leiðtoga.
Framtíðin tilheyrir leiðtogum sem hlúa að fólki
Mannauðsdagurinn 2025 minnti okkur á að mannauðsstjórar og leiðtogar gegna lykilhlutverki í að móta framtíð vinnunnar – framtíð þar sem tilfinningagreind, menningarvitund, aðlögunarhæfni og samkennd eru meðal helstu hæfileika leiðtogans.
Við hjá FranklinCovey hlökkum til að halda áfram samtalinu með mannauðssamfélaginu um hvernig við getum saman eflt fólk, leiðtoga og menningu framtíðarinnar.











