Að leiða teymi

Hjálpaðu leiðtogum á öllum stigum að þróa með sér hæfileikana sem þarf til að leiða teymi með góðum árangri.

Umbreyttu leiðtogahæfni á vinnustaðnum þínum

Að leiða teymi er flókið og krefst jafnvægis. Leiðtogar þínir verða að skilgreina og móta stefnu, koma teymum sínum saman í tenglsum við verkefni og markmið vinnustaðarins og tryggja að réttu verkefnin séu unnin á réttum tíma. Þeir verða að leiðbeina liðsmönnum sínum, hjálpa þeim að leiða í gegnum áskoranir, efla sköpunargáfu og sækjast eftir tækifærum til vaxtar. Og þeir verða að skapa viðmið og ferli sem hjálpa öllum að leggja sitt einstaka framlag af mörkum.

Allir leiðtogar búa yfir einhverjum leiðtogahæfileika að eðlisfari og hafa aðra hæfileika sem þarf að rækta með viðbótarþjálfun og æfingu. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni mun hjálpa öllum leiðtogum að byggja upp árangursríkar venjur og þróa rétta blöndu af stefnumótandi hugsun, rekstrarhæfni og mannlegri færni.

Lykilhæfni til að leiða teymi til árangurs

Góðir leiðtogar vita hvernig á að skapa stefnu, umbuna nýsköpun, leiðbeina teymum sínum, efla heilbrigða menningu og vinna á áhrifaríkan hátt.

Að hafa hugarfar leiðtoga

Nær árangri með og í gegnum aðra

Að nýta markþjálfun

Hlustar vel og spyr innihaldsríkra spurninga í samskiptum við liðsmenn

Að halda 1&1

Heldur reglulega árangursríka 1&1 fundi til að hvetja liðsmenn áfram

Að stjórna fundum

Leiðir árangursríka og skilvirka fundi

Að þiggja og veita endurgjöf

Leysir árangur og getu úr læðingi með því að veita liðsmönnum hjálplega, tímanlega og nákvæma endurgjöf

Að þróa liðsmenningu

Keyri áfram og viðheldur góðri liðsmenningu með ábendingum frá teyminu sínu

Að nýta samstarf í gegnum fjarvinnu

Skapar árangursríka samvinnu og samskipti þrátt fyrir fjarvinnu

Að virkja nýsköpun

Hvetur teymið sitt til að deila sínu einstaka sjónarmiði þegar kemur að áskorunum og verkefnum

Frí handbók

Að miðla upplýsingum um breytingar

Það hvernig þú tjáir þig um breytingar við liðsmenn hefur mikil áhrif á skilning þeirra og getu til aðlögunar. Allar breytingar fela í sér röskun en stjórnendur geta lágmarkað þessi áhrif með árangursríkum samskiptum.

Námskeið

6 lykilfærniþættir leiðtoga™

Þetta námskeið er safn hagnýtra og mikilvægra aðfanga sem veita leiðtogum hugarfarið, færnina og tólin til þess að ná framúrskarandi árangri í leiðtogahlutverkum sínum.

Sögur viðskiptavina

PepsiCo

Að byggja upp samkennd hjá leiðtogum

Læra meira

Vibe Group

Náms- og þróunaráætlun

Vibe Group er ört vaxandi fyrirtæki í upplýsingatækniráðgjöf. Eftir að fyrirtækið var stofnað árið 2011 fjölgaði þeim hratt og má telja 300+ starfsmenn og 1.000 verktaka í dag. Sjáðu hvernig þeir hófu samstarf við FranklinCovey til að auka náms- og þróunaráætlun sína til að styðja við þennan öra vöxt.

Alþjóðleg ráðningarstofa

Að skapa menningu alhliða vaxtar

Alþjóðleg ráðningarstofa vinnur markvisst að því að skapa forsendur til að bæta vinnustaðarmenningu. Með aðstoð 4 lykilhlutverka leiðtoga™, lærir starfsfólk víðsvegar um heiminn sameiginlegt tungumál og sameiginlegan skilning hvort á öðru.

SM Energy

Að skapa menningu persónulegrar forystu

SM Energy einblínir á að auka helgun og viðhalda færni með því að skapa menningu persónulegrar forystu. Með því að nýta All Access Pass® tala leiðtogar nýtt tungumál, þeir skapa sambönd þar sem samstarf er virt og ræða opinskátt hvernig þeir geta náð markmiðum sínum á árangursríkari hátt.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Efldu getu þína til margföldunar

  • 01 Lausn

    Margföldunaráhrifin

    Bestu leiðtogarnir tendra gáfur allra. Þú getur lært hvernig á að breyta hegðun þinni og búa til margföldunaráhrif sem magna upp greind og getu liðsmanna þinna.

    Lengd: 30-60 mín

  • 02 Jhana

    Dregur þú óvart úr öðrum?

    Sumir styrkleikar einstaklinga geta óvart dregið út framlagi annarra. Taktu þetta sjálfspróf til að læra að þekkja hegðun sem gæti hindrað vöxt liðsmanna.

    Lengd: 5 mín

  • 03 Stafræn vinnustofa

    Margfaldarar (Multipliers®): Hvernig bestu leiðtogarnir tendra framlag allra

    Bestu leiðtogarnir eru Margfaldarar sem draga fram árangur í öðrum. Uppgötvaðu hvernig þú getur margfaldað og aukið afköst með efla getu fólksins í kringum þig.

    Lengd: 1 dagur

  • 04 Innsýn

    Vertu betri: Talaðu minna, hlustaðu meira

    Að hlusta í raun og veru sýnir að þér er ekki sama. Hlustar þú á aðra með það eina markmið að ná að svara?

    lengd: 5 mín

  • 05 Lausn

    Skapaðu sameiginlega sýn og stefnu®

    Allir frábærir leiðtogar þurfa að miðla sýn sinni á hátt sem hvetur aðra til að hjálpa þeim að ná markmiðum.

    Lengd: 30-60 mín