Stefnumótandi forysta
Þróaðu leiðtoga sem hjálpa teymum að ná stöðugum árangri
Framúrskarandi leiðtogar safna ekki bara teymum sínum í kringum lykilviðskiptaáætlanir – þeir skara líka fram úr í að breyta þessum aðferðum í áþreifanlega aðgerðaáætlun. Þó að margir leiðtogar séu hæfileikaríkir í að hugsa stórt, eiga sumir í erfiðleikum með að breyta framtíðarsýn í endurtekin framkvæmdarkerfi.
Lykillinn að stöðugri framkvæmd stefnu er ferli. Leiðtogar þurfa að setja sér skýrar væntingar varðandi frammistöðu sem skilgreina hvaða athafnir og hegðun er æskileg og hver þeirra skapar áhættu fyrir vinnustaðinn. Leiðtogar þurfa að búa til ábyrgðarráðstafanir sem hjálpa teymum þeirra að ná settum markmiðum. Það gerist þegar þeir fjárfesta í réttum verkfærum, úrræðum og umgjörðum svo teymi þeirra geti skilað hágæða vinnu á áætlun.
Að þróa framkvæmdahæfileika leiðtoga þinna getur hjálpað fyrirtækinu þínu að þróast frá frábærum hugmyndum yfir í frábæran árangur. Efni FranklinCovey og margsannað framkvæmdakerfi mun styrkja leiðtoga þína til að skilgreina markmið og veita teymum þeirra þau tól sem þau þurfa til að framkvæma stefnu vinnustaðarins.
Lykilhæfni til að fræmkvæma stefnu
Leiðtogar geta náð varanlegum árangri með því að breyta aðferðum á háu stigi í áþreifanleg markmið og þróa ferla, ábyrgð og hvata sem hjálpa fólki að ná settum markmiðum.
Að setja teymismarkmið
Tengir stefnu vinnustaðarins við raunhæf og krefjandi markmið fyrir bæði teymið og einstaklingaAð ná markmiðum teymisins
Ákvarðar hvata og mælikvarða til að hvetja lið til að ná lykilmarkmiðumNámskeið
4 lykilhlutverk leiðtoga®
Jafnvel á erfiðum stundum eru fjögur lykilhlutverk sem leiðtogar geta stigið inn í og leggja grunninn að árangursríkri forystu.
Frí handbók
4 skref til að skerpa á og hrinda í framkvæmd markmiðum
Ef þú notar þessa formúlu til að tala um markmið markmið með skilmerkilegri og mælanlegri hætti þá verður auðveldara að skilja og miðla markmiðum.
Námskeið
Breytingastjórnun: Að breyta óvissu í tækifæri™
Þegar við áttum okkur á því að breytingar fylgja fyrirsjáanlegu mynstri, þá lærum við að stjórna viðbrögðum okkar og skilja hvernig við getum nálgast breytingar á hagnýtan og tilfinningalegan máta. Þetta virkir okkur til að greina stöðugt hvaða skref væri best að taka næst—jafnvel á krefjandi tímum.
Námskeið
4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu®
4DX er aðferðafræði sem veitir vinnustöðum, sem leitast eftir því að efla framkvæmd stefnu, tól til þess að ná markmiðum sínum.
Máttur vegferðarinnar
Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.
Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.