Stjórnaðu breytingum
Valdefldu einstaklinga til að takast á við breytingar
Allir vinnustaðir ganga í gegnum tímabil breytinga. Hvort sem breytingar eiga sér stað sem hluti af fyrirbyggjandi stefnu vinnustaðarins eða til að bregðast við ytri öflum, þá er eitt víst: Að vita hvernig á að takast á við breytingar er grunnurinn að velgengni hvers og eins.
Þegar vinnustaðir standa frammi fyrir breytingum einblína margir eingöngu á ferlana. Þó ferlarnir séu mikilvægir, þá er það fólkið þitt sem knýr fram breytingar. Með réttri aðferðafræði geta starfsmenn byggt upp sjálfstraust sitt til að nálgast skipulagsbreytingar af seiglu. Þegar þeir hafa lært um fyrirsjáanlegt mynstur breytinga geta þeir nálgast óvissu og umbreytt henni í tækifæri fyrir persónulegan vöxt.
FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni sem mun hjálpa einstaklingum með þau úrræði sem þarf til að takast á við breytingar á vinnustaðnum.
Lykilhæfni til að takast á við breytingar
Sveiganleiki og opinn hugur er hæfni sem allir liðsmenn þurfa til að takast á við breytingar.
Aðlögunarhæfni
Innleiðir árangursríkar venjur sem hvetja fólk til að gera sitt besta og laga sig að breytingumFrí handbók
5 markþjálfunarspurningar fyrir þig
Eftirfarandi spurningar eru hannaðar til að hjálpa þér að greina núverandi nálgun þína þegar kemur að breytingum og tileinka þér árangursríkt hugarfar sem gerir þér kleift að blómstra við nýjar aðstæður.
Námskeið
Breytingastjórnun: Að breyta óvissu í tækifæri™
Þó sérhver breyting sé einstök, á sama fyrirsjáanlega mynstrið við þær allar. Með því að kunna að greina þetta mynstur og rækta færnina til að takast á við breytingar á árangursríkan hátt er auðveldara fyrir okkur að greina hvernig við hyggjumst halda áfram—jafnvel á krefjandi tímum.
Máttur vegferðarinnar
Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.
Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.