Hvers virði er leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur?
Góðir stjórnendur skipta sköpum en leiðtogaþjálfun stjórnenda er þáttur sem getur því miður gleymst í amstri dagsins. Að fórna þjálfun stjórnenda getur verið ansi dýrkeypt þegar það kemur að framleiðni, menningu vinnustaða, starfsanda og frammistöðu vinnustaða.
Við höfum tekið saman áhugaverðar staðreyndir sem undirstrika verðmæti þess að stjórnendur á öllum stigum fái viðeigandi leiðtogaþjálfun sem skilar sér í menningu, starfsumhverfi og verðmætasköpun (Training Industry):
- 97% starfsmanna sem sóttu námskeið í leiðtogaþjálfun græddu þekkingu og/eða hæfni sem nýttist þeim í starfi
- 94% starfsmanna sem fengu leiðtogaþjálfun sýndu miklar framfarir í starfi byggt á sjálfsmati og mati yfirmanna
- 2.1% yfirmanna sýndu betri frammistöðu í starfi eftir leiðtoga námskeið
- 415% aukning var á arðsemi fjárfestinga, þ.e. Fyrirtækið þénaði að meðaltali $4.15 fyrir hvern $1 sem eytt var í námskeið.
Leiðtogaþjáfun skilar mikivægum árangri þegar það kemur að þjálfun stjórnenda. Það finnst mikill munur á frammistöðu á milli fyrirtækja eftir því hvernig stjórnendur sem skora á gæða kvarða (LSE research team):
- 23% aukin framleiðni fannst hjá þeim stjórnendum sem skoruðu hátt á stjórnenda mælikvörðum samanborið við þá sem skoruðu lágt. Það finnst almennt sterk fylgni milli betri stjórnunar og betri frammistöðu fyrirtækja.
- 6% aukning á framleiðni fannst ef stjórnendagæði jókst um 1 stig á 5 stiga kvarða
- 71% aukning á markaðsverði ef stjórnendagæði jókst um 1 stig á 5 stiga kvarða
- 71% aukning var á markaðsverði ef stjórnendagæði jókst um 1 stig á 5-stiga kvarða
- 2.3% aukning í sölu ef stjórnendagæði jókst um 1 stig á 5 stiga kvarða
Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að huga að leiðtogahæfni á öllum stigum vinnustaða. Augljóst er að starfsmenn njóta góðs af og sýna bætta frammistöðu í starfi sem skilar sér beint í fjárhagslegum ávinning fyrirtækja.
Eftir því sem háskólamenntuðum fjölgar þá fer önnur færni að vega meira, því þarf að bregðast við breyttum heimi og nýjum tækifærum. Þetta segir okkur að til þess að skara frammúr er grunnatriði að rækta mikilvæga þætti sem tengjast mannlegum samskiptum,
Stjórnendur á öllum stigum þjóna mikilvægu verkefni að virkja starfsfólk. Ef hugað er að mikilvægi þess að stjórnendur hljóti viðeigandi leiðtogaþjálfun sem nýtist þeim í starfi þá sýna rannsóknir að starfsfólk bætir frammistöðu töluvert sem leiðir til þess að fjárfesting í þjálfun skilar sér margfalt til baka.
Heimildir