Hvernig setja má öflug markmið fyrir teymi
Sem leiðtogi getur þú hjálpað teymi þínu að hafa áhrif á vinnustaðinn með hætti sem almennt starfsfólk getur sjaldan gert. Lærðu hvernig setja á markmið fyrir teymið ykkar sem fanga hug og hjörtu liðsmanna og nýttu þannig möguleika hlutverks þíns til fulls.
Næst þegar þú setur markmið fyrir teymið, prófaðu þá þessi sex skref:
- Gerðu lista yfir möguleg markmið og fáðu teymið til að taka þátt í þeirri vinnu.
- Fáðu endurgjöf á þennan lista frá stjórnendum teyma sem vinna þín hefur áhrif á. (Ekki gera ráð fyrir að það sem er gott fyrir þitt teymi sé gott fyrir alla.)
- Ákveddu með yfirmanni þínum hvaða markmið á listanum eru í samræmi við markmið vinnustaðarins.
- Forgangsraðaðu þremur helstu markmiðunum.
- Ákveddu mælikvarða fyrir hvert af helstu markmiðunum með notkun formúlunnar „X í Y fyrir Hvenær“: T.d.: Við munum stytta sendingartíma úr 14 dögum (X) í 7 daga (Y) fyrir 10. september (Hvenær).
- Þegar þú hefur framkvæmt þrjú helstu markmiðin, skoðaðu þá listann aftur og byrjaðu ferlið upp á nýtt.
Þegar þú þrengir fókusinn og lætur teymi þitt taka þátt í markmiðsferlinu, er teymið líklegra til að helga sig markmiðinu.
Að leiða teymi krefst annars konar færni en að vinna sem almennur starfskraftur. Til að ná árangri frammi fyrir nýjum áskorunum þurfa fyrsta stigs stjórnendur að breyta hugsun sinni og hegðun.