Að temja sér hugarfar leiðtogans

Fyrir sumt fólk er auðvelt að tileinka sér hugarfar leiðtoga en fyrir marga aðra getur það krafist mikils tíma og erfiðis.

Til að útskýra þessa breytingu nota ég samlíkinguna um að hlaupa maraþon. Ef þú þekkir mig eitthvað veistu að ég er eins langt frá því að vera íþróttamaður og nokkur gæti verið. Áður en ég raunverulega gerði það, datt mér ekki í hug að ég gæti klárað heilt maraþon. En þegar ég lauk hlaupinu var það gríðarlega gefandi. Hluti þessa var hversu spenntur ég var fyrir því að fólk sem mér er annt um myndi einnig klára slíkt hlaup.

Þegar við hófum að æfa fyrir næsta maraþon gerði ég mér grein fyrir að í tilviki sumra var ég ekki endilega að hjálpa þeim að hlaupa sitt maraþon. Ég hafði góðan ásetning – ég hélt að ég væri að hjálpa þeim – en hugarfar mitt var ennþá: „Ég er að hlaupa mitt maraþon og ég vil bæta tímann minn“. Linsa mín var eftirfarandi: „Ég er spenntur að þú sért að gera þetta með mér og ég vona virkilega að þér takist það, en þegar allt kemur til alls er ég með meiri fókus á eigin tíma en á að þú hlaupir þitt fyrsta maraþon“.

Á svipaðan hátt ættirðu að spyrja sjálfa(n) þig eftirfarandi spurningar ef þú vilt tileinka þér hugarfar leiðtoga: „Hversu tilbúin(n) er ég að verða leiðtogi? Eða er ég enn að hlaupa mitt eigið maraþon?“

Það er til fólk sem fer í gegnum allt líf sitt án þess að vera nokkru sinni í formlegri leiðtogastöðu og það nær frábærum árangri sem manneskjur og fólk í viðskiptalífinu. Það er auðvitað engin skömm að þessu. En það er hryggilegt ef þú hefur sannfært sjálfa(n) þig um að þú sért tilbúin(n) fyrir formlegt leiðtogahlutverk og hugsar, „Ég mun verða ábyrg(ur) fyrir þessu fólki“, en innra með þér ertu enn með fókus á eigin velgengni. Stundum verðum við að velta hlutunum vel fyrir okkur til að komast til botns í þessu.

Ég myndi segja eftirfarandi við nýja leiðtoga, leiðtoga sem eru að íhuga formlegt stjórnendahlutverk eða leiðtoga sem hafa gegnt slíku hlutverki um tíma: Verið trú sjálfum ykkur og sanngjörn við þá sem þið leiðið. Það er engin skömm að því. Eina skömmin er fólgin í því að þykjast vera meira annt um teymi ykkar en um ykkur sjálf þegar slíkt er ekki raunin.


Ef þú undirbýrð ekki starfsfólk til að taka forystu stefnirðu árangri vinnustaðar þíns í voða. Öðlastu þá innsýn sem þarf til að koma í veg fyrir alvarleg mistök fyrsta stigs stjórnenda með því að kynna þér nýjustu rannsóknarniðurstöður okkar.

make the mental leap to leader
Smelltu á myndina til að næla þér í handbók nýrra stjórnenda