Gott fólk með Guðrúnu Högna | Héðinn Unnsteinsson

Við kynnum með stolti nýtt hlaðvarp á vegum FranklinCovey – Gott fólk með Guðrúnu Högna. Þar fær Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, til sín vel valda gesti úr atvinnulífinu og ræðir um ýmis málefni. Guðrún tekur innihaldsríkt samtal við reynda leiðtoga sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, hagnýtar lexíur, og bara lífsins speki valdra viðmælenda.

Viðmælandi fimmta þáttar Góðs fólks er Héðinn Unnsteinsson. Héðinn er hreyfiafl til bættrar andlegrar- og lýðheilsu og hefur haft afgerandi áhrif á viðhorf þjóðar til mikilvægra málaflokka, m.a. á sviði geðheilbrigðisþjónustu. Héðinn hefur starfað um árabil sem stefnumótunarsérfræðingur, m.a. hjá forsætisráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Héðinn hefur um árabil starfað sem formaður Geðhjálpar og deilir með hlustendum mikilvægum áherslum í rekstri félagasamtaka í þriðja geiranum.

Í þættinum deilir Héðinn að auki afar verðmætu sjónarhorni á framfarir og mikilvægar umbætur í opinberri þjónustu. Hann hefur einstaka innsýn í áhrif þjónandi forystu, stefnumótunar og menningar vinnustaða og samfélagi.

Ástríða, fagmennska og þrautseigja Héðins birtist lesendum og leikhúsgestum með glöggum hætti í sjálfsævisögulegri bók hans “Vertu Úlfur” og er forganga hans okkur öllum stöðug hvatning.

Þáttinn má finna á Spotify eða með því að fylgja hlekknum hér að neðan:


Fleira sem þú gætir haft áhuga á

Frítt fagefni

Hagnýtar handbækur

Sæktu fjölda handbóka og verkfæra um veruleika vaxandi fólks og vinnustaða.

Færni og frammistaða

Forsenda framfara

Við látum okkur varða grunnfærni starfsfólks á þekkingaröld.  Uppgötvaðu hvernig við eflum fólk og vinnustaði til aukins árangurs með því að rækta  þekkingu, kunnáttu, viðhorf og færni sem er forsenda framfara í íslensku atvinnulífi

Stafrænt fræðslusetur

Leiðtoga
Akademían

Einstaklingsmiðað stjórnendanám fyrir leiðtoga á öllum stigum.

Hlaðvarp

Gott fólk með Guðrúnu Högna

Spjall við öfluga leiðtoga í íslensku samfélagi.