Gott fólk með Guðrúnu Högna | Cheryl Smith

Við kynnum með stolti nýtt hlaðvarp á vegum FranklinCovey – Gott fólk með Guðrúnu Högna. Þar fær Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, til sín vel valda gesti úr atvinnulífinu og ræðir um ýmis málefni. Guðrún tekur innihaldsríkt samtal við reynda leiðtoga sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, hagnýtar lexíur, og bara lífsins speki valdra viðmælenda.

Cheryl Smith hefur starfað með leiðtogateymum í yfir 15 löndum í fimm heimsálfum. Hún er frumkvöðull á sviði markþjálfunar og hefur vottað vel á þriðja hundrað íslenskra markþjálfa við HR í um 40 heimsóknum til Íslands.

Hún er einn af 50 fyrstu markþjálfum til að öðlast MCC viðurkenningu ICF (International Coach Federation). Cheryl starfað við markaðssetningu og stjórnun hjá IBM og vann hörðum höndum við að markaðssetja og selja fyrstu PC tölvurnar.

Hún hefur þróað og þjálfað á stjórnendanámskeiðum um árabil og nýtir víðtæka reynslu úr viðskiptalífi, háskólastarfi, ferðalögum og samtölum við fólk um allan heim.

Cheryl er með meistaragráðu í stjórnun og þjálfun (e. Leadership and Training) frá Royal Roads háskólanum í Victoria, Kanada. Hún er jafnframt kennari við háskólann. Cheryl var aðstoðarforstjóri hjá Corporate Coach U og stofnaði Leadscape Learning Inc.

Þáttinn má finna á Spotify eða með því að fylgja hlekknum hér að neðan:


Fleira sem þú gætir haft áhuga á

Frítt fagefni

Hagnýtar handbækur

Sæktu fjölda handbóka og verkfæra um veruleika vaxandi fólks og vinnustaða.

Færni og frammistaða

Forsenda framfara

Við látum okkur varða grunnfærni starfsfólks á þekkingaröld.  Uppgötvaðu hvernig við eflum fólk og vinnustaði til aukins árangurs með því að rækta  þekkingu, kunnáttu, viðhorf og færni sem er forsenda framfara í íslensku atvinnulífi

Stafrænt fræðslusetur

Leiðtoga
Akademían

Einstaklingsmiðað stjórnendanám fyrir leiðtoga á öllum stigum.

Hlaðvarp

Gott fólk með Guðrúnu Högna

Spjall við öfluga leiðtoga í íslensku samfélagi.