FranklinCovey á Íslandi hlýtur alþjóðlega viðurkenningu.

Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi tók við viðurkenningu fyrir árangur félagsins á alþjóðlegu þingi FranklinCovey í Amsterdam fyrr í haust. Starfsemi félagins hér á landi hefur vakið mikla athygli fyrir stöðugan vöxt, gæði og sérsniðnar lausnir. FranklinCovey á Íslandi hefur verið með hæstu markaðshlutdeild FranklinCovey í 150 löndum um árabil og verið í forgöngu með árangur lausna s.s. 4DX, 7 venjur og innleiðingu AAP+ stafrænna þekkingarlausna.
