All Access Pass á Íslensku

Frumsýning á alþjóðlega vottuðum stafrænum námskeiðum FranklinCovey á íslensku fyrir leiðtoga á öllum stigum, sem markar fyrsta skipti sem boðið er upp á CEU vottað stafrænt nám á íslensku sem markar tímamót í íslensku atvinnulífi.

Stafræn þekkingarveita FranklinCovey er komin í loftið með fleri en 200 íslenskum námskeiðum. 

Við höfum frumsýnt stafrænt fræðslusetur okkar á íslensku og 23 öðrum tungumálum. AllAccessPass akademían býður upp á allt efni FranklinCovey með hagnýtum og áhrifaríkum námskeiðslotum, æfingum, glósum og könnunum í þeim færniþáttum sem rannsóknir sýna að þjóni árangri atvinnulífsins á þekkingaröld. Þetta markar stór tímamót í íslensku atvinnulífi þar sem við verðum fyrsta fyrirtæki á landinu til að bjóða upp á stafrænt fræðsluefni og námskeið á íslensku sem vottuð eru með alþjóðlegum endurmenntunareiningum (CEU). Alþjóðlegar endurmenntunareiningar er stöðluð mælieining á ávinning þjálfunar og er nú orðin krafa hjá mörgum atvinnugreinum að skila vottuðum tímafjölda í endurmenntun á hverju ári. Allt efni okkar er byggt á tímalausum lögmálum um mannlegan árangur, sem er hannað til að hjálpa fólki að breyta bæði hugarfari og hegðun – og verður nú aðgengilegra en nokkru sinni fyrr.

All Access Pass sameinar vandað námsefni, sérfræðikunnáttu, öflugan vettvang til hegðunarbreytinga og hagnýta þjálfun til að mæta ykkar þörfum.   Nýttu alþjóðlega vottað stafrænt nám til CEU eininga fyrir þín teymi.


Brot af lausnum sem boðið er upp á.
Dæmi um lotu.
Dæmi um “innsýn”, stutt verkefni til að velta upp eða ræða við þitt teymi.