6 grunnfærniþættir stjórnenda ™
Mikilvæg innsýn fyrir alla stjórnendur.
Leiðtogar á öllum stigum hafa áhrif á lykilárangursþætti á vinnustaðnum þínum: framleiðni starfsfólks og helgun, ánægju og tryggð viðskiptavina, nýsköpun og fjárhagslega frammistöðu. Leiðtogar eru þeir sem hafa mest áhrif á vinnustaðnum þínum.
Hvort sem þú ert framlínuleiðtogi eða leiðtogi á efri stigum hefur hlutverk leiðtoga alltaf verið margslungið – og raunveruleiki dagsins í dag gerir það jafnvel flóknara. Félagsfærni er afar mikilvæg í þessu hlutverki, eða um 80% af þeim árangri sem þú nærð. Þrátt fyrir það eru margir ráðnir í leiðtogastöður vegna tæknifærni sinnar, án þess að hafa náð tökum á þeirri færni sem snýr að því að stjórna og hvetja aðra. Án þessarar grunnfærni geta leiðtogar á öllum stigum átt erfitt með að leiða teymi í vinnuumhverfi dagsins í dag.
6 grunnfærniþættir stjórnenda™ er safn hagnýtra og mikilvægrar þekkingar sem veita leiðtogum rétta hugarfarið, færnina og tólin til þess að ná framúrskarandi árangri í leiðtogahlutverkum sínum.
Þróaðu hugarfar leiðtoga
Leiðtogahæfni krefst öðruvísi hugarfars en þegar þú vinnur einstaklingsvinnu. Kannaðu þessa hugarfarsbreytingu sem mun auka árangur þinn sem leiðtogi til muna.
Haltu reglulega 1&1 samtöl
Auktu helgun teymisins með því að halda reglulega 1&1 fundi, til þess að dýpka skilning þinn á hindrunum sem liðsmenn standa frammi fyrir, og hjálpa þeim að leysa eigin vandamál.
Settu teymið þitt í stöðu til þess að ná árangri
Skapaðu skýrleika þegar kemur að markmiðum og árangri teymisins; úthlutaðu ábyrgð til liðsmanna ásamt því að veita þeim viðeigandi stuðning.
Skapaðu menningu endurgjafar
Gefðu endurgjöf til þess að auka öryggi og færni liðsmanna og auktu eigin frammistöðu með því að sækjast eftir endurgjöf frá öðrum.
Leiddu teymið þitt í gegnum breytingar
Greindu sértækrar aðgerðir sem þú getur gripið til til að hraða teymið í gegnum breytingar og ná framúrskarandi árangri í hvert sinn.
Stjórnaðu tíma þínum og orku
Notaðu vikulegt skipulag til að einblína á mikilvægustu forgangsatriðin og styrktu getu þína til árangursríkrar forystu með því að virkja Orkuhvatana 5.
6 grunnfærniþættir stjórnenda: Inngangur
Yfirlit
Þessi lausn hjálpar leiðtogum á öllum stigum að nálgast mikilvæga færni og tól til að koma hlutunum í verk með og í gegnum annað fólk. Lausnin virkar einstaklega vel fyrir framlínuleiðtoga og einnig fyrir reynslumikla leiðtoga sem leitast eftir hagnýtri leiðsögn fyrir árangursríka forystu.
Rannsóknirnar og lausnin
FranklinCovey hefur varið miklum tíma og aðföngum í rannsóknir til að skilja betur hvað það er sem vinnustaðir og fyrirtæki vilja sjá í leiðtogum dagsins í dag og leiðtogum framtíðarinnar. Við uppgötvuðum þrjár algengar áskoranir:
- Nýir leiðtogar þurfa að læra grunnfærni forystuhlutverka.
- Tilvonandi leiðtogar þurfa að auka þekkingu sína og félagsfærni.
- Hver leiðtogi getur grætt á því að kunna grunnfærniþætti leiðtogahæfni.
6 grunnfærniþættir stjórnenda hraðar áhrifum sérhvers leiðtoga og færir þeim þá færni og tól sem allir þurfa (en fáir geta nálgast). Beindu færninni að öllum stigum vinustaðarins svo allir leiðtogar hafi aðgang að stefnufastri nálgun til að leiða og hvetja aðra á árangursríkan hátt.
Fyrirkomulag vinnustofu
Hagnýt, heilbrigð skynsemi góðrar stjórnunar
Markhópur
Nýir, verðandi og vaxandi stjórnendur á öllum stigum. Allir þeir sem bera ábyrgð ekki bara á eigin árangri heldur árangri annarra.
Tímalengd
Vinnustofa á vettvangi er samtals 8 klst. Oft kennt á 2 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 6 x 20 mínútur.
Innifalið
Vönduð handbók og verkfæri þátttakenda á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Stafrænn aðgangur að námsefni og ítarefni með áskrift að AllAccessPass. Sjálfsmat og vikulegar áminningar með Jhana.
Ég mæli eindregið með því mikla framboði námsefnis fyrir stjórnendur og starfsmenn sem Franklyn Covey hefur uppá að bjóða. Þar er að finna faglegt efni sem sett er fram á aðgengilegan hátt og hef ég góða sögu að segja af reynslu minni bæði við að sitja sjálf námskeið sem og af þeim starfsmönnum sem hafa setið námskeiðin. Guðrún Högnadóttir er frábær leiðbeinandi og kemur efninu frá sér á lifandi og fræðandi hátt, netnámskeiðin eru frábær viðbót og eru vönduð og hnitmiðuð“
Frí handbók
9 ráð til að hlusta eins og leiðtogi
Tileinkaðu þér hagnýtar leiðir til að hlusta eins og leiðtogi og virkja þar með innihaldsrík samtöl.
Stafrænt fræðslusetur
All Access Pass®
AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.
Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey
Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.
Stafræn vinnustofa
Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.
Vinnustofa á vettvangi
Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.
On Demand
Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.