Tvær mýtur um ómeðvitaða hlutdrægni

Hlutdrægni getur verið þungt orð. Fólk tengir það oft við fordóma, rasisma, mismunun eða kynjamisrétti. Aftur á móti þá er hlutdrægni í eðli sínu hvorki góð né slæm, í einföldustu mynd endurspeglar hlutdrægni langanir okkar, upplifun okkar og leið heilans til að púsla saman upplýsingum sem við höfum lært í gegnum tíðina.

Að skilja efrtirfarandi mýtur um ómeðvitaða hlutdrægni hjálpar okkur að skilja betur hlutverk þess í lífi og starfi og hvernig við getum komið í veg fyrir að það takmarki hugsun okkar og samskipti við aðra.

Mýta #1: Hlutdrægni er í eðli sínu neikvæð.

Flestir myndu skilgreina sig sem góða manneskju. Þannig að ef við teljum að hlutdrægni sé í eðli sínu neikvæð og komi aðeins slæmu og fordómafullu fólki við, þá fjarlægjum við okkur frá vandamálinu sem kemur okkur öllum við. Við setjum upp veggi og segjum: „Ég ætla ekki einu sinni að fara þangað, því ég er góð manneskja. Ég reyni að koma fram við fólk af sanngirni.” Við förum í vörn.

Ef við getum viðurkennt að ómeðvituð hlutdrægni kemur okkur öllum við, þá getum við sætt okkur við tvær andstæðar hugmyndir um að við erum góðar manneksjur en erum öll hlutdræg í hugsun að einhverju leyti. Það getur átt sér stað samtímis og að skilja það hjálpar okkur að ná árangri.

Á vinnustöðum er markmið okkar ekki endilega að breyta upplifun, hugmyndum eða óskum fólks. Það er fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig hlutdrægni getur haft áhrif á hegðun og viðmót á vinnustaðnum. Markmið á alltaf að vera að skapa vinnustaða fyrir alla, án aðgreiningar, þar sem allir liðsmenn eru hluti af heild þar sem þeir eru virtir og mikilvægir.

Mýta #2: Ef hlutdrægni er eðlileg og endurspeglar hvernig heilinn okkar virkar, þá get ég ekki gert neitt í því.

Þegar við áttum okkur á því að hlutdrægni er eðlileg og geri þig ekki að vondri manneskju, þá hefur fólk tilhneigingu til að réttlæta það, sem er vandamál.

Taugavísindi kenna okkur að við getum minnkað ómeðvitaða hlutdrægni með hugaþjálfun. Þegar við greinum hlutdrægni og skiljum áhrif hennar, getum við „endurtengt“ heila okkar til að búa til nýjar leiðir og kennt okkur að hugsa og bregðast öðruvísi við.

Til dæmis, ef ég upplifi að ákveðinn liðsmaður sé latur, þá nálgast ég aðstæður og samskipti með það að leiðarljósi. Þá er ólíklegt, undir þessum kringumstæðum, að þessi liðsmaður veiti sitt besta framlag. Þá styrkir það fyrirfram ákveðna hugsun hjá mér, að þessi liðsmaður sé latur og þá nálgast ég hann áfram með það í huga… þetta verður vítahringur. Hlutdrægni mín verður þá sjálfsuppfyllandi spádóm (e. self-fulfilling prophecy).

Með hugaþjálfun þá get ég stöðvað þessa hlutdrægni. Ég get “endurvírað” heilann með því að breyta hugsun minni og nálgun. Þá get ég frekar virkjað þennan liðsmann, sem ég var búin/n að telja mér trú um að væri latur, og stuðlað að virkni og stuðning sem mun að öllum líkindum kalla fram betri árangur.

Með því að vera meðvituð um okkar eigin hlutdrægni, þá komum við í veg fyrir að það takmarki okkur sjálf eða aðra. Eiginleiki okkar að geta vaxið, lært og bætt okkur, er gulls ígildi.

Endilega kynntu þér meira efni um ómeðvitaða hlutdrægni og sæktu þitt eintak af hagnýtri handbók sem aðstoðar þig og þinn vinnustað við að takast á við ómeðvitaða hlutdrægni eða lausn okkar til að virkja fjölbreytileika innan vinnustaða.

Við bjóðum upp á námskeið, övinnustofur, fjarvinnustofur eða stafræna þekkingagátt, sem astoðar ykkur við að takast á við ýmsar áskoranir.