Þrjár venjur framúrskarandi leiðtoga

Það sem gerir leiðtoga framúrskarandi er ekki alltaf það sem þú kynnir að halda. Allir leiðtogar lenda stundum í erfiðleikum með sjálfstraust sitt, ákvarðanatöku og ábyrgð. Íhugaðu eftirfarandi þrjá þætti áður en þú ákveður að þú hafir það sem til þarf:

  1. Efastu um sjálfa(n) þig. Bara vegna þess að þú ert yfirmaðurinn þýðir það ekki að þú hafir öll svörin. Þegar þú viðurkennir að þú vitir ekki eitthvað þá skaparðu trúverðugleika.
  2. Takmarkaðu sýn þína. Flest störf fela í sér mörg smá dagleg verkefni. Í stað þess að draga upp stóra mynd, reyndu þá að skapa tilgang. Deildu því hvernig verkefnin tengjast mikilvægustu markmiðum teymisins.
  3. Hægðu á þér. Stephen R. Covey segir, „Hvað viðkemur fólki þá er hratt hægt og hægt hratt.“ Þegar þú staldrar við og raunverulega hlustar þá sýnirðu virðingu sem byrjar að fjarlægja þær hindranir sem hamla afköstum. 

Að verða að framúrskarandi leiðtoga getur virst ógnvekjandi og ómögulegt, en ef þú íhugar vandlega þessar ábendingar kanntu að ákveða að þú sért betur undirbúin(n) en þú gerir þér grein fyrir.


Ef þú undirbýrð ekki starfsfólk til að taka forystu stefnirðu árangri vinnustaðar þíns í voða. Öðlastu þá innsýn sem þarf til að koma í veg fyrir alvarleg mistök fyrsta stigs stjórnenda með því að kynna þér nýjustu rannsóknarkönnun okkar.

make the mental leap to leader
Smelltu á myndina til að næla þér í handbók framúrskarandi stjórnenda