STEINUNN BALDURSDÓTTIR

Í grunninn byggir leiðtogaverkefnið upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni barna og kennara. Flestir kennarar Klettaborgar hafa farið á námskeið í venjunum 7 og telja sig hafa haft mikið gagn af hugmyndafræðinni bæði í leik og starfi. Foreldrar hafa lýst ánægju sinni með starfið og fá reglulega kynningu á venjunum í vikulegum fréttaskotum, með vissu er hægt að segja að leiðtogaverkefnið hafi haft mjög jákvæð áhrif á skólasamfélagið í heild.“