Sigurbjörg D. Hjaltadóttir
Við hjá Landspítalanum höfum nýtt okkur efni FranklinCovey með góðum árangri og boðið yfir 200 stjórnendum spítalans að sitja vinnustofur um „4 lykilhlutverk leiðtoga“ ásamt því að hafa aðgang að veglegu fræðilegu gagnasafni á vefnum. Það hefur verið mikil ánægja með hversu faglegt og fjölbreytt rafræna efnið er, og öll þau verkfæri sem að stjórnendur fá út úr vinnustofunum og nýtast í síbreytilegu umhverfi stjórnenda og samskiptum í daglegu lífi. Við höfum fengið ábendingar frá stjórnendum um hversu gagnlegt og skemmtilegt námskeiðið er, það eru allir að fást við sömu verkefnin bara í ólíku umhverfi og námskeiðið færir stjórnendur nær hvort öðru.
Þjónusta og frumkvæði starfsfólks FranklinCovey hefur einnig verið til fyrirmyndar og þjálfaraefnið virkilega vel fram sett og góður stuðningur við þjálfun í hlutverk lóðsara.
Við hlökkum til að halda áfram að miðla efni FranklinCovey og bjóða uppá á næstu námskeið fyrir stjórnendur á nýju ári.