SÆUNN BJÖRK ÞORKELSDÓTTIR​

Hugmyndafræði “7 venja árangursríkra stjórnenda” hefur reynst mér gríðarlega vel á vegferð minni að ná fram stöðugum umbótum og vaxa sem leiðtogi, bæði í einkalífi og vinnu. Ég hef nokkrum sinnum setið námskeið um 7 venjur til árangurs og bókin heldur alltaf sínum sess á náttborðinu þó svo aðrar bækur komi og fari. Á námskeiðinu fer Guðrún Högnadóttir í gegnum efnið af mikilli fagmennsku en ekki sýst einlægni, setur viðfangsefnið í samhengi við raunveruleikan með reynslusögum og virkjar þátttakendur til að miðla sinni reynslu. Námskeiðið bíður upp á einföld og tímalaus tól til árangurs; ná betri stjórn og forgangsröðun á það sem skiptir sannarlega máli, vera forvirk og grípa til aðgerða. Stuðla að árangursríkum samskiptum við samferðafólk og hefja það upp til árangurs. Síðast en ekki síst, að endurnærast sem einstaklingur og ná jafnvægi milli einkalífs og vinnu til að geta haldið áfram að vaxa og dafna sem leiðtogi.