GUÐMUNDA SMÁRADÓTTIR

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í samstarfi við FranklinCovey sem fyrrum forstöðumaður Opna háskólans í HR og núverandi mannauðs- og gæðastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands. Stjórnendur og starfsmenn Landsbúnaðarháskólans gengu til samstarfs við FranklinCovey síðastliðinn vetur um annars vegar stjórnendaþjálfun í anda „4 Essential Roles of Leadership“ og hinsvegar þjálfun í 7 venjum til árangurs fyrir alla starfsmenn. Guðrún Högnadóttir leiddi þjálfunina, var frábær leiðbeinandi, skýr, ávallt vel undirbúin, skemmtileg og umfram allt beitt þegar á þurfti að halda. Námsefnið var sérsniðið að þörfum stofnunarinnar og kennsluaðferðir voru afar fjölbreyttar hvort sem að kennslan fór fram í fjar- eða staðarþjálfun.“