Þjónustustjórnun
Virkjaðu teymið þitt til þess að sigra hjarta hvers viðskiptavinar.
Eru viðskiptavinir þínir tryggir fyrirtækinu þínu? Meira en 70% þess sem gerir upplifun viðskiptavina jákvæða er hegðun starfsmanna í fremstu víglínu. Framúrskarandi hegðun verður ekki til án innblásturs og ábyrgðar og hún krefst nálgunar innan frá og út. Ef starfsmenn þínir eru virkir talsmenn vinnustaðarins munu viðskiptavinir þínir finna fyrir þeirri hvatningu líka.
Lærðu meira um Tryggðu tryggð viðskiptavina
Upplýsingar um námskeið
Inngangur
Tryggðu tryggð viðskiptavina er einsdags vinnustofa fyrir framlínuleiðtoga. Í vinnustofunni kynnum við lögmál og aðferðir sem eru gagnlegar til þess að sigra hjarta starfsmanna og viðskiptavina. Stjórnendur klára vinnustofuna með skýran skilning á samkennd, ábyrgð og göfuglyndi og hvernig best er að sýna þessa þætti í verki.
Það sem þú munt læra
Á þessari vinnustofa einblínum við á:
- Raunveruleg mannleg tengsl.
- Að hlusta og miðla upplýsingum af samkennd.
- Uppgötvaðu hið raunverulega „Verk að vinna“ fyrir viðskiptavini
- Að fylgja öllu eftir til þess að læra hvernig megi bæta verkþætti og leysa vandamál.
- Að gefa og fá endurgjöf sem ræktar einstaklinginn.
- Að hvetja teymið til að deila sínum bestu hugmyndum.
- Að leiða árangursríkar trauststundir með teyminu.
Það var einstaklega ánægjulegt að vinna með og útfæra efni Franklin Covey og samtvinna það þjónustustefnu Strætó. Að tryggja tryggð viðskiptavina er mikilvægur þáttur í allri þjónustustjórnun en efnið hentar ekki síður inn í teymi þar sem unnið er með grundvallarþætti samskipta og trausts; samkennd, ábyrgð og örlæti.
Fyrirkomulag vinnustofu
Sönn ánægja viðskiptavina byggir á samskiptum við framlínustarfsmenn.
Markhópur
Allt starfsfólk sem leggur metnað sinn í framúrskarandi þjónustu. Vinnustofan er sniðin að veruleika framlínustjórnenda sem leiða teymi í innri eða ytri þjónustu.
Tímalengd
Vinnustofa á vettvangi er samtals 16 klst. Oft kennt á 4 hálfum dögum. Stafrænar lotur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.
Innifalið
Vönduð vinnubók þátttakenda – á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Umbreytingaráætlun leiðtoga. Jafningjamarkþjálfun. Ýmiss greiningartæki og tól við breytingastjórnun. Eftirfylgni í fjarnámi (On Demand námskeið með AllAccessPass). 360° mat eða sjálfsmat með ítarlegri skýrslu fyrir hvern þátttakanda og hópinn.
Frí handbók
Stjórnaðu orku þinni til að sinna starfinu enn betur.
Notaðu þessa handbók til að greina svæði þar sem þú átt í hættu á að brenna út.
Stafrænt fræðslusetur
All Access Pass®
AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku.
Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey
Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.
Stafræn vinnustofa
Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.
Vinnustofa á vettvangi
Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.
Fjarnám
Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.