Helgun og tryggð starfsmanna (ELE)

Ert þú að byggja menningu sem tendrar áhuga og hvetur áfram starfsfólkið þitt?

Starfsmenn sem sýna vinnustað sínum og yfirmönnum tryggð tendra einnig tryggð hjá þeim viðskiptavinum sem þeir eiga í samskiptum við. Til að auka áhuga og helgun starfsmanna verða þeir að finna fyrir trausti í garð vinnustaðarins og finna að þeir séu virtir að eigin verðleikum í teyminu og séu að vinna að mikilvægu markmiði.

Með því að nýta stutta könnun til að mæla tryggð og helgun starfsmanna getum við þjálfað yfirmenn á árangursríkan hátt með því að nýta niðurstöðurnar og þróað þannig hagnýta áætlun. Með réttu tólin geta stjórnendur lært hvernig þeir geta haldið teymum sínum helguðum þannig að viðskiptavinir ganga sáttir frá borði. Einnig geta yfirmenn einblínt á árangur og tækifæri til bætinga á öllum stigum vinnustaðarins með áætlun sem virkar fyrir ykkur.

Quote PNG

Tilgangur viðskipta er að skapa og halda í viðskiptavini.

— Peter F. Drucker

Upplýsingar um námskeið

Áskorunin

Starfsmenn sem skortir helgun og tryggð + Léleg þjónusta = Ekki tækifæri til vaxtar

 • Hugsa viðskiptavinir þínir: “Vá, þetta var mín besta reynsla af þjónustu”?
 • Hve mikil er helgun alls starfsfólks þíns í að fá “vá!” frá öllum viðskiptavinum?
 • Hve tryggir eru starfsmenn þínir gagnvart vinnustaðnum og yfirmanni þeirra?
 • Hve margir starfsmanna þinna trúa því raunverulega að þeir séu virtir meðlimir sigurteymis að vinna mikilvægt starf í umhverfi trausts?

Lausnin

Tryggð starfsmanna + Tryggð viðskiptavina = Meiri vöxtur!

 • Mældu tryggð og helgun starfsmanna með 15 mínútna könnun.
 • Þjálfaðu yfirmenn til að vinna úr niðurstöðum könnunarinnar og búa til áætlun í samræmi við niðurstöður.
 • Veittu yfirmönnum tólin til að greina leiðir til að helga teymið því markmiði að gleðja hvern viðskiptavin, óháð því á hvaða stigi þeir vinna.
 • Viðurkenndu árangur og greindu tækifæri til bætinga á öllum stigum vinnustaðarins.
 • Bættu tryggð með réttri áætlun.

Hvernig ELE ferli FranklinCovey er öðruvísi

ELE ferlið er meira en bara að fá framkvæmdarsamantekt af niðurstöðum. Raunverulegur máttur ELE ferlisins felst í nákvæmri áætlun sem gerð er í kjölfar könnunarinnar.

Skoðaðu niðurstöður, safnaðu endurgjöf og skapaðu áætlun út frá:

 • Hvaða 2–3 hluti teymið okkar gæti gert aukalega til þess að gleðja viðskiptavini okkar.
 • Hvaða 2–3 hluti við þurfum frá framkvæmdarteyminu til að gleðja viðskiptavini okkar.

Þetta ferli er tól sem ætlað er til menningarræktunar til að hvetja starfsmenn til að gleðja fleiri viðskiptavini og ná þannig að drífa áfram viðskiptavöxt.

Frí handbók

100+ öflugar spurningar fyrir betri 1&1 samtöl

Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnenda er að taka stöðuna reglulega með hverjum og einum.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Enterprise Rent-A-Car

Að vekja ánægju viðskiptavina til að standa framar samkeppnisaðilum.

Enterprise Rent-A-Car leitaðist eftir því að vekja enn meiri ánægju viðskiptavina til að auka vöxt hjá fyrirtækinu og meðal alls starfsfólks þess. Sjáðu hvernig fyrirtækið einblíndi á tryggð viðskiptavina og komst á toppinn á stuttum tíma.

Góðgerðarstofnun

Að virkja framlínuleiðtoga til að hvetja til árangurs

Ein af stærstu sjálfseignarstofnunum (e. nonprofit) í Bandaríkjunum hafði sett sér stórt markmið og hafði margar góðar hugmyndir. Með aðstoð All Access Pass®, gat stofnunin forgangsraðað og hvatt til árangurs, aukið heildartekjur og aukið ánægju viðskiptavina.