Skilmálar og samstarf

Greiðslutilhögun

Við upphaf samstarfs er 25% af áætluðu verði verksins reikningsfært.  Eftirstöðvar verkefnisins eru að jafnaði innheimt í lok þess mánuðar sem vinnustofa hefst.  Reikingar eru sendir rafrænt og greiðsluseðlar birtast jafnframt í netbanka.  Gjalddagi er 15 dögum eftir útgáfu reiknings.

Virðisaukaskattur

Fræðsla er undanskilin virðisaukaskatti skv. lögum nr. 50 frá 1988.

Aðstaða fyrir vinnustofu og veitingar

Verkkaupi sér um að bóka aðstöðu fyrir vinnustofur og ber jafnframt ábyrgð á að panta veitingar, ef það á við.  Verkkaupi ber ábyrgð á kostnaði vegna kennsluaðstöðu og veitinga.

Ferðir og uppihald ráðgjafa

Verkefnatillaga er án mögulegs kostnaðar vegna ferða og uppihalds ráðgjafa utan höfuðborgarsvæðisins.  Komi til slíkra útgjalda verður það tilgreint sérstaklega á reikningi.

Breyting á dagsetningum vinnustofa

Við kappkostum að koma til móts við óskir um breytingu á dagsetningum vinnustofa og áskiljum okkur rétt til að reikningsfæra að fullu verkefnið mánuð eftir upphaflega dagsetningu.

Upptaka á vinnustofum

Upptaka á vinnustofum er óheimil.

Verkaskipting

Verkkaupi upplýsir þátttakendur um tilgang og væntanlegan ávinning vinnustofa.  FranklinCovey sendir þátttakendum „Velkomin skeyti“ með ítarlegum upplýsingum um vinnustofu og 360°mat.  Í lok vinnustofu fá þátttakendur senda könnun til að meta vinnustofuna.  FranklinCovey sér jafnframt um að senda þátttakendum upplýsingar um stafrænan aðgang að efni og snjallforritum.

Trúnaður

Ráðgjafar heita fullum trúnaði um öll þau atriði sem þeir verða áskynja um í vinnu sinni. Sá trúnaður gildir áfram eftir að verkefninu lýkur.

Höfundaréttur

Allt efni vinnustofa FranklinCovey er höfundaréttarvarið og óheimilt er að dreifa því án leyfis.

Gæði

Okkur er annt um gæði vinnuferla FranklinCovey, efnistök og upplifun þátttakenda og tökum ávallt samtal í lok vinnuferlis um áhrif og ávinning verkefnisins.  Ef verkkaupi er ekki 100% sáttur við gæði samstarfsins veitum við honum rétt á endurgjaldi sem hann telur sanngjarnt.  Slíkt beiðni þarf að vera skrifleg og vísa í umbætur og þarf að koma fram í síðasta lagi 4 dögum eftir verklok.