Settu skýrar væntingar og markmið
Það er alltof auðvelt að hafa óraunhæfar væntingar til manneskju á grundvelli eins eiginleika – til dæmis, María lætur mest í sér heyra á fundum þannig að maður gefur sér að hún sé náttúrulegur leiðtogi, eða Gunnar þarf að fara úr vinnunni klukkan fimm á hverjum degi til að sækja börnin sín þannig að maður ályktar sem svo að hann skorti metnað. Þegar allt kemur til alls geta slík sjónarmið haft áhrif á frammistöðu einstaklinga.
Forðastu að draga ályktanir sem þessar þegar þú setur væntingar og markmið vegna þess að þær geta gert að verkum að starfsfólk bregst í vinnu sinni. Líttu á manneskjuna í heild, ekki bara einn eiginleika hennar, þegar þú setur væntingar. E.t.v. lætur María meira í sér heyra á fundum vegna þess að hún þarf á meiri stuðningi að halda frá teyminu. E.t.v. skortir Gunnar ekki metnað heldur setur hann börnin sín einfaldlega ofar í forgangsröðina en að fá stöðuhækkun.
Þegar þú tekur manneskjuna í heild til greina muntu nota betri dómgreind í þínum daglegu athöfnum sem stjórnandi.