Hver er FranklinCovey?

FranklinCovey (NYSE: FC) er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði þjálfunar, ráðgjafar og rannsókna á árangri einstaklinga, liðsheilda og vinnustaða. Við virkjum framúrskarandi frammistöðu fólks og vinnustaða um allan heim. Lausnir FranklinCovey hafa þjónað árangri íslenskra vinnustaða um árabil og njóta mikillar virðingar og útbreiðslu í um 160 löndum.

Þjónusta FranklinCovey er á eftirfarandi sviðum: Leiðtogaþjálfun, Framleiðni, Framkvæmd stefnu, Þjónustustjórnun, Sölustjórnun, Traust, Menntun og Persónuleg forysta og árangur. Meðal þekktari lausna félagsins eru 7 venjur til árangurs (The 7 Habits of Highly Effective People), Innleiðing stefnu með 4DX (The 4 Disciplines of Execution), 5 valkostir til aukinnar framleiðni og velferðar (The 5 Choices to Extraordinary Productivity), Virði trausts (Leading at the Speed of Trust) og The Leader in Me fyrir skóla. Með AllAccessPass FranklinCovey gefst vinnustöðum tækifæri til að sérsníða þjálfun að ólíkum þörfum starfsmanna, þjálfa innri þjálfara og veita stjórnendum starfræna ráðgjöf.

Meðal viðskiptavina FranklinCovey eru 90% af Fortune 100 og 75% af Fortune 500 fyrirtækjum auk fjölda opinberra stofnanna og menntastofnana. Franklin Covey er skráð í kauphöllina í New York (NYSE: FC). 

Nánari upplýsingar um FranklinCovey er að finna hér.

Hlutverk okkar og framtíðarsýn

Við virkjum framúrskarandi frammistöðu fólks og vinnustaða um allan heim.

Framtíðarsýn okkar er að hafa afgerandi áhrif á það hvernig fólk um allan heim lifir, vinnur og nær sínum mikilvægustu markmiðum.

 

Við vinnum stolt að því að vera traustasta leiðtogafyrirtæki í heimi.

Við hjálpum vinnustöðum að ná árangri sem krefst sameiginlegrar breytingar á hegðun með því að:

  • Þróa framúrskarandi leiðtoga á öllum stigum;
  • Þróa árangursríkar venjur hvers og eins;
  • Byggja menningu á grunni trausts án aðgreiningar; og
  • Nota stefnumarkandi nálgun til að ná mikilvægustu markmiðum vinnustaðarins.

Gildin okkar

Lögmálin sem við kennum

Við fögnum fjölbreyttum og einstökum eiginleikum hvers ogeins og ræktum menningu þar sem allir tilheyra.

Heildstætt viðhorf til fólks

Við trúum á algild lögmál árangurs og vinnum stöðugt að þvíað lifa eftir því sem við kennum.

Varanleg áhrif á viðskiptavini

Okkur er annt um viðskiptavini okkar og þann magnaða tilgangþeirra sem við hjálpum þeim að uppfylla.

Vegferð að vexti

Við erum staðráðin í að stuðla að þýðingarmiklum vextieinstaklinga og vinnustaða.

Vegferð ehf.

Vegferð ehf. er umboðsaðili FranklinCovey á Íslandi.

Tilgangur félagsins er kennsla, námskeiðahald, stjórnendamarkþjálfun, kannanir, ráðgjöf, eignaumsýsla og önnur skyld starfsemi. Markmið félagsins er að þjóna atvinnulífinu með vönduðum lausnum FranklinCovey til aukins árangurs og farsællar vegferðar einstaklinga og vinnustaða.

Vegferð ehf.
Laugavegur 178, IS 105 Reykjavík
Kennitala: 560412-2070

Höfuðstöðvar FranklinCovey

FranklinCovey Co.
2200 West Parkway Blvd.
Salt Lake City, UT 84119
Toll Free: 1-800-827-1776
Local: (801) 817-1776