Ómeðvituð hlutdrægni – Viðtal við Guðrúnu á RÚV

Ómeðvituð hlutdrægni (e. unconscious bias) er hugtak sem varðar okkur öll og vísar til þeirra dóma sem við leggjum á fólk og aðstæður, án þess að gera okkur grein fyrir því. Mannsheilinn þróar með sér þessa ómeðvituðu hlutdrægni í þeim tilgangi að einfalda okkur að leggja mat á umhverfið okkar og mótast af fyrri reynslu. Þessi ómeðvitaða hlutdrægni hefur óbein eða bein áhrif á hegðun okkar, viðbrögð og hugsanir og getur þar með skert möguleika okkar á árangursríkum samskiptum og frammistöðu. 

Guðrún talar um mögulegar gildrur sem fylgja þessari tilhneigingu og mikilvægi þess að koma í veg fyrir þær. Við getum öll lagt áherslu á að koma auga á þessa ómeðvituðu hludrægni hjá okkur sjálfum og þar með minnkað líkur á hugsun og hegðun sem takmarkar frammistöðu, möguleika og getu okkar. 

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér.