FORYSTA Á GRUNNI TRAUSTS®
MENNING STÖÐUGRA FRAMFARA OG SKILVIRKNI BYGGIR Á TRAUSTI

LEIDDU ÞITT TEYMI TIL ÁRANGURS Á HRAÐA TRAUSTS®
Traust er ekki tilviljanakennt. Traust er eiginleiki sem þú ræktar með þinni hegðun, þínum ákvörðunum og þinni framkomu. Einstaklingar, teymi og vinnustaðir sem læra og temja sér framkomu sem byggir á trausti ná marktækt meiri árangri en þau sem leggja ekki rækt við þennan mikilvæga eiginleika.
Upplifðu hraða trausts í verki.
Traust kemur með æfingunni.
Áskorunin
Frábærir leiðtogar ná frábærum árangri sem byggir á og hvetur til trausts.

Lausnin
Nýttu þér sannreyndar aðferðir við að leiða þitt teymi á grunni trausts.
Traust kemur með æfingunni.
FLÓKIN viðfangsefni vinnustaða er ekki öll hægt að leysa með pennastriki, einfaldri ákvörðun, endurskipulagi, kerfisbreytingu eða þjálfun. Þessar aðgerðir geta verið hjálplegar að hluta, en öll innleiðing stefnu byggir á endanum á alvöru vinnu alvöru fólks.
Umbreytingarferli Speed of Trust ™ er lyftistöng breytinga sem hefur afgerandi áhrif á rekstrarárangur með því að breyta frammistöðu einstaklinga og teyma. Þetta er ekki sér átaksverkefni, heldur leggur það grunninn að því HVERNIG fólk vinnur verkin sín í dag. Að skapa menningu árangurs sem byggir á trausti veitir varanlega samkeppnisforskot.
Ferli okkar byggir á einfaldri aðferðafræði, sem má nýta hvar sem er – óháð stað, stund eða stærð – til að leiðbeina einstaklingum, stjórnendum og vinnustöðum í að vera ákveðin og afgerandi við að skapa og virkja traust til árangurs.

Niðurstaðan
Virkjaðu stjórnendateymi þitt til að skerpa á eigin trúverðugleika og auka árangur.

Þú munt uppskera:
-
Alvöru fjárhagsleg rök um virði trausts í þínu teymi.
-
Auka eigin trúverðugleika.
-
Haga þér þannig að þú hvetur til trausts.
-
Virkja teymið þitt á grunni lögmála og hegðunar trausts.
-
Efla afköst og ímynd teymisins.
-
Leggja fram jákvætt og mikilvægt framlag.