Stefnumarkandi stjórnun

Hjálpaðu leiðtogum að skapa og miðla stefnu til árangurs og breyta hugmyndum í athafnir.

Þróaðu stefnumarkandi stjórnun hjá þínum leiðtogum

Bestu leiðtogarnir eru stefnumótandi leiðtogar. Þeir eru staðfastir en sveigjanlegir, styðja við forgangsröðun vinnustaðarins með framtíðarsýn og innsæi – og hvetja alla til að leggja sitt besta af mörkum.

Að efla stefnumarkandi stjórnun þýðir að bæta getu leiðtoga þinna til að skilja og miðla hvert teymið þeirra er að fara og hvers vegna. Það felur í sér að hjálpa þeim að ná stöðugum árangri með öguðum ferlum sem efla af fullum krafti hvern og einn liðsmann.

Allir leiðtogi getur notið góðs af því að efla stefnumótandi nálgun sína. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjafa og nýstárlega tækni mun hjálpa leiðtogum þínum að þróa framtíðarsýn sína og stefnu, miðla henni og framkvæma hana með fullum stuðningi teymisins.

Lykilþættir við stefnumótandi stjórnun

Stefnumótandi leiðtogar sjá heildarmyndina og fá rétta fólkið til að vinna að réttu hlutunum til að skapa alvöru breytingar á vinnustaðnum.

Stefnumótandi hugsun

Hugsar ákvarðanir lengra sem tengast fleirum en bara þeirra teymi, þeirra ferlum og næstu markmiðum

Heildarsýn

Skapar skýra og aðlaðandi sýn fyrir teymið sitt

Stefnumarkandi áhersla

Beinir orku liðsmanna og fjármagni á það sem skiptir mestu máli fyrir stefnumarkandi markmiðið

Frí handbók

Hjálpaðu þínu teymi að vaxa og dafna í nýjum heimi fjarvinnu

Hjálpaðu þínu teymi að vaxa og dafna í nýjum heimi fjarvinnu með 8 snjöllum ráðum til að auka helgun, samstarf og anda

Free Webcast

Innleiðing stefnu með 4DX

4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu® er aðferðafræði á vegum FranklinCovey sem veitir vinnustöðum, sem leitast eftir því að efla framkvæmd stefnu, viðeigandi tól til þess að ná markmiðum sínum með því að skapa menningu framúrskarandi frammistöðu.

Sögur viðskiptavina

PepsiCo Food

Að rækta samkennd í leiðtogum á vinnustaðnum öllum

PepsiCo Foods í Norður-Ameríku þurftu á stöðugri leiðtogaþjálfun að halda sem innihélt efni sem þróaðist með tímanum. Með því að nýta efni úr All Access Pass® á vegum FranklinCovey, gátu þeir hleypt af stokkunum CORE forystuverkefninu sem sneri að því að rækta samkennd í leiðtogum á öllum stigum vinnustaðarins.

Vibe Group

Náms- og þróunaráætlun

Vibe Group er sívaxandi ráðgjafafyrirtæki sem einblínir á upplýsingatækni. Vibe Group var stofnað árið 2011 og í dag eru  300+ innri og 1,000 ytri starfsmenn sem starfa á vegum fyrirtækisins. Sjáðu hvernig þeir unnu með FranklinCovey til að auka lærdóm og þróun innan vinnustaðarins til þess að styðja þennan hraða vöxt.

SM Energy

Að skapa menningu persónulegrar forystu

SM Energy einblínir á að auka helgun og viðhalda færni með því að skapa menningu persónulegrar forystu. Með því að nýta All Access Pass® tala leiðtogar nýtt tungumál, þeir skapa sambönd þar sem samstarf er virt og ræða opinskátt hvernig þeir geta náð markmiðum sínum á árangursríkari hátt.

Kastljós á viðskiptavini: Alþjóðleg ráðningarstofa

Að skapa menningu alhliða vaxtar

Alþjóðleg ráðningarstofa vinnur markvisst að því að skapa forsendur til að bæta vinnustaðarmenningu. Með aðstoð 4 lykilhlutverka leiðtoga™, lærir starfsfólk víðsvegar um heiminn sameiginlegt tungumál og sameiginlegan skilning hvort á öðru.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Skapaðu sýn og stefnu fyrir þitt teymi

 • 01 Lausn

  Skapaðu sameiginlega sýn og stefnu®

  Allir frábærir leiðtogar þurfa að miðla sýn sinni á hátt sem hvetur aðra til að hjálpa þeim að ná markmiðum.

  Lengd: 30-60 mín

 • 02 Jhana

  Fimm ástæður fyrir því að teymi þurfa skýra sýn

  Það eru margar góðar ástæður fyrir því að byrja að hugsa stórt.

  Lengd: 10 mín

 • 03 Myndband

  Að setja markmið fyrir nýtt teymi

  Fylgstu með upplifun leiðtoga með nýtt teymi á vinnustaðnum

  Lengd: 2 mín

 • 04 Jhana

  10 leiðir til að hvetja aðra

  Þessi grein hjálpar þér að meta dýpri leiðir til að hvetja teymið þitt áfram

  Lengd: 10 mín