Stjórnaðu breytingum

Breytingar á vinnustað eru óumflýjanlegar. Hjálpaðu leiðtogum þínum að stjórna teymum sínum í gegnum breytingar.

Undirbúðu leiðtoga á þínum vinnustað undir breytingar.

Allir vinnustaðir ganga í gegnum breytingar. Viðbrögð leiðtoga við breytingum setja tóninn fyrir það hvernig teymi þeirra bregðast við. Frábærir leiðtogar hjálpa teymum sínum að dafna á umbreytingartímum með því að hjálpa þeim að skilja breytingaferlið og samstilla framtíðarsýn vinnustaðarins framhaldinu.

Þó að breytingar séu oft óreiðukenndar fylgja þær fyrirsjáanlegu mynstri sem hægt er að læra. Með réttum tólum geta leiðtogar og stjórnendur undirbúið liðsmenn undir breytingar, skapað trausta áætlun, aukið upplýsingaflæði milli liðsmanna og aukið samstillingu þvert á virkni  – jafnvel á erfiðustu stigum breytinga.

Að leiða í gegnum breytingar krefst skipulagningar og æfingar. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni sem mun búa leiðtoga þína og stjórnendur að þeirri þekkingu sem þeir þurfa til að leiða teymi sín í gegnum breytingar af árangri og staðfestu.

Lykilþættir fyrir leiðtoga til að stjórna breytingum

Frábærir leiðtogar aðhyllast ekki bara breytingum með sveigjanlegu hugarfari. Þeir hafa líka samkennd þegar kemur að áhyggjum liðsmanna og hjálpa þeim að sjá hvernig breytingar skapa rými fyrir nýjar hugmyndir og nýsköpun.

Að stjórna breytingum

Byggir sannfærandi framtíðarsýn sem snýr að vexti og árangri teymisins í ljósi breytinga.

Aðlögunarhæfni

Innleiðir venjur sem styðja við liðsmenn og hjálpa þeim að leggja sitt besta af mörkum og aðlagast breytingum.

Frí handbók

6 leiðir til að hjálpa þínu teymi að takast á við streitu á tímum breytinga

í þessari handbók sýnum við þér sex leiðir sem þú getur nýtt til að hjálpa starfsfólki þínu að vinna úr þeim breytingum sem eiga sér stað og kortleggja árangursríka leið fram á við — þrátt fyrir umrót í lífi og vinnu.

Námskeið

Breytingastjórnun: Að breyta óvissu í tækifæri™

Þegar við áttum okkur á því að breytingar fylgja fyrirsjáanlegu mynstri, þá lærum við að stjórna viðbrögðum okkar og skilja hvernig við getum nálgast breytingar á hagnýtan og tilfinningalegan máta. Þetta virkir okkur til að greina stöðugt hvaða skref er best að taka næst—jafnvel á krefjandi tímum.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Leiddu teymi þitt í gegnum breytingar á árangursríkan hátt

  • 01 Stafræn vinnustofa

    Leiddu sjálfa(n) þig í gegnum breytingar

    Breytingar eru alls staðar og þær gerast hraðar en nokkru sinni fyrr. Þessi lota mun hjálpa þér að læra að skilja breytingar og taka þátt í þeim á skilvirkari hátt bæði í lífi og starfi.

    Lengd: 120 mín

  • 02 Jhana

    Breytingarnar eru stundum of margar

    Hvað getur þú gert þegar breytingar á vinnustöðum verða sífellt fleiri og hlaðast upp? Meira en þú  heldur!

    Lengd: 5 mín

  • 03 Lausn

    Leiddu teymi þitt í gegnum breytingar – 1. hluti

    Í þessari lotu muntu skoða breytingar frá sjónarhorni leiðtoga og þróa færni til að leiða breytingar með góðum árangri.

    Lengd: 30-60 mín

  • 04 Myndband

    4 ráð til að mæta fólki þar sem það er statt á tímum breytinga

    Allir beinir undirmenn bregðast ólíkt við breytingum. Sjáðu  hvernig þú getur hjálpað hverjum og einum að takast á við eigin viðbrögð og halda áfram að ná framförum.

    Lengd: 5 mín

  • 05 Stafrænn áfangi

    Leiddu teymi þitt í gegnum breytingar – 2. hluti

    Lærðu færni til að virkja teymið þitt í gegnum erfiðustu hliðar breytinga, truflana og innleiðinga, svo þú getir náð árangri og eflt nýsköpun.

    Lengd: 30-60 mín