Mikilvægt hugarfar leiðtoga
Búið er að ráða þig í stjórnunarstöðu – til hamingju! Þú munt komast að því að leiðtogahlutverkið er allt annars eðlis en að vinna sem almennur starfskraftur.
Árangur verka þinna sem almennur starfsmaður eða sérfræðingur var líklega það sem leiddi til þess að þú varst valin(n) í hlutverk stjórnanda. En það sem gerði þig að framúrskarandi starfskrafti kann í reynd að koma í veg fyrir að þú verðir að framúrskarandi leiðtoga. Áður varstu frábær leikmaður en nú þarftu að sjá þig sem þjálfara. Þetta snýst ekki um að ná árangri upp á eigin spýtur, heldur að ná árangri með og í gegnum aðra.
Persónuleg viðhorf þín – þó þau séu enn mikilvæg – verða að vera í skugganum af því að hjálpa liðsmönnum þínum að læra, vaxa og verða sjálfir að leiðtogum. Þú vinnur með því að hjálpa teymi þínu að vinna. Þú verður metin(n) á grundvelli árangurs þeirra, ekki þíns eigin.
Sem leiðtogi er fólkið árangur þinn.
Að leiða teymi krefst annars konar færni en að vinna sem almennur starfskraftur. Til að ná árangri frammi fyrir nýjum áskorunum þurfa fyrsta stigs stjórnendur að breyta hugsun sinni og hegðun.