Haustráðstefna Stjórnvísi: Er Traust mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækja?

Þann 10.október sl. var haustráðstefna Stjórnvísi haldin á Grand Hótel. Guðfinna S. Bjarnadóttir ráðgjafi hjá LEAD Consulting, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík og ráðgjafi hjá FranklinCovey var ráðstefnustjóri. Þemað í ár var traust og var spurning dagsins “Er traust mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækja?”

Fyrirlesarar voru þau Steinunn Ketlisdóttir, ráðgjafi í starfrænni fræðslu hjá Intellecta og Antoine Merour, frumkvöðull og stofnandi Business Landscape.

Myndir af ráðstefnunni má sjá á Facebook síðu Stjórnvísi

Meira um traust nálgun FranklinCovey má finna hér