Guðfinna S. Bjarnadóttir og Kristinn Tryggvi Gunnarsson hafa gengið til liðs við FranklinCovey á Íslandi.

Kristinn Tryggvi Gunnarsson hefur tekið við nýrri stöðu viðskiptastjóra áskriftarþjónustu (Client Partner – All Access Pass) þekkingarfyrirtækisins FranklinCovey á Íslandi.
Kristinn, sem hefur víðtæka stjórnunarreynslu, hefur frá árinu 2002 starfað sem ráðgjafi í stefnumótun, markaðs- og þjónustumálum þar sem hann hefur leitt á sjötta tug stefnumótunarverkefna fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Undanfarin ár hefur hann helgað sig innleiðingu stefnu með aðferðarfræði FranklinCovey (4DX) sem nú hefur verið innleidd hjá rúmlega 600 teymum í 20 fyrirtækjum.

Guðfinna S. Bjarnadóttir, PhD hefur tekið við umsjón með vörulínu FranklinCovey um traust (Practice Leader – Leading at the Speed of Trust). Guðfinna er meðeigandi og stjórnandi í LC ráðgjöf og hefur sem ráðgjafi þjónað fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum um allan heim.Hún lauk doktorsprófi í atferlisfræði með áherslu á stjórnun árið 1991.
Guðfinna stofnaði LEAD Consulting í Bandaríkjunum og rak það um 10 ára skeið ásamt eiginmanni sínum.  Hún var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík (1998-2007) og sat á Alþingi árin 2007-2009.Um FranklinCovey

Áskriftarþjónusta FranklinCovey (All Access Pass) veitir fullkominn sveigjanleika fyrir þá sem vilja hafa langvarandi áhrif á frammistöðu síns vinnustaðar.
Þessi endurnýjanlega áskrift veitir óheftan aðgang að efni, matstækjum, myndböndum, verkfærum og stafrænum lausnum FranklinCovey á sviði leiðtogaþjálfunar, framleiðni, verkefnastjórnunar, sölustjórnunar, þjónustustjórnunar, trausts og innleiðingu stefnu (4DX).

http://www.vb.is/frettir/gudfinna-og-kristinn-til-franklincovey/145827/