Gott fólk með Guðrúnu Högna | Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir
Við kynnum með stolti nýtt hlaðvarp á vegum FranklinCovey – Gott fólk með Guðrúnu Högna. Þar fær Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, til sín vel valda gesti úr atvinnulífinu og ræðir um ýmis málefni. Guðrún tekur innihaldsríkt samtal við reynda leiðtoga sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, hagnýtar lexíur, og bara lífsins speki valdra viðmælenda.
Fyrsti þáttur í fyrstu þáttaröð hlaðvarpsins Gott fólk með Guðrúnu Högna er kominn í loftið. Fyrsti viðmælandi er Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir, sem komið hefur víða við á sínum starfsferli. Hún lagði grunninn að stofnun Háskólans í Reykjavík og var fyrsti rektor skólans ásamt því að sitja á Alþingi um árabil. Í dag er hún forstjóri Lead Consulting og hefur unnið með frumkvöðlum og forgöngumönnum beggja megin Atlantshafsins, ásamt því að hafa lagt grunninn að menningu árangurs fjölda vinnustaða.
Í hlaðvarpinu fá hlustendur einstaka innsýn Guðfinnu Sesselju í viðskipti, vísindi og mannfólk og er framlag hennar til íslenskrar menningar einstakt.
Í hlaðvarpinu Gott fólk fær Guðrún Högnadóttir til sín reynslumikla viðmælendur úr íslensku atvinnulífi og eru næstu viðmælendur Þjóðleikhússtjórinn Magnús Geir, Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis og Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar.
Þættirnir koma út á öllum helstu hlaðvarpsveitum vikulega og má lesa nánar um fyrsta þátt fyrstu þáttaraðar Góðs fólks hér að neðan:
Við hvetjum ykkur öll að fylgjast með vegferð Góðs fólks og hlökkum til að ýta úr vör fleiri þáttum í komandi framtíð.
Fleira sem þú gætir haft áhuga á
Frítt fagefni
Hagnýtar handbækur
Sæktu fjölda handbóka og verkfæra um veruleika vaxandi fólks og vinnustaða.
Færni og frammistaða
Forsenda framfara
Við látum okkur varða grunnfærni starfsfólks á þekkingaröld. Uppgötvaðu hvernig við eflum fólk og vinnustaði til aukins árangurs með því að rækta þekkingu, kunnáttu, viðhorf og færni sem er forsenda framfara í íslensku atvinnulífi
Stafrænt fræðslusetur
Leiðtoga Akademían
Einstaklingsmiðað stjórnendanám fyrir leiðtoga á öllum stigum.
Einstaklingsmiðað stjórnendanám fyrir leiðtoga á öllum stigum.
Hlaðvarp
Gott fólk með Guðrúnu Högna
Spjall við öfluga leiðtoga í íslensku samfélagi.