Gott fólk með Guðrúnu Högna | Ragna Árnadóttir
Við kynnum með stolti nýtt hlaðvarp á vegum FranklinCovey – Gott fólk með Guðrúnu Högna. Þar fær Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, til sín vel valda gesti úr atvinnulífinu og ræðir um ýmis málefni. Guðrún tekur innihaldsríkt samtal við reynda leiðtoga sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, hagnýtar lexíur, og bara lífsins speki valdra viðmælenda.
Viðmælandi þriðja þáttar Góðs fólks er Ragna Árnadóttir. Ragna starfar sem skrifstofustjóri Alþingis en hefur komið víða við á sínum ferli. Hún er fyrrverandi fagráðherra og einnig fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar – fyrst íslenskra kvenna. Ragna hefur áunnið sér traust og verið hreyfiafl breytinga sem embættismaður og ráðherra og hefur gegnt ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum í atvinnulífinu, opinberri þjónustu og nú síðast í stjórn Alþjóða Rauða krossins.
Hvaða nálgun Rögnu ætlar þú að virkja til að vinna að farsælum umbótum í þínu lífi og starfi?
Þáttinn má finna á Spotify eða með því að fylgja hlekknum hér að neðan:
Fleira sem þú gætir haft áhuga á
Frítt fagefni
Hagnýtar handbækur
Sæktu fjölda handbóka og verkfæra um veruleika vaxandi fólks og vinnustaða.
Færni og frammistaða
Forsenda framfara
Við látum okkur varða grunnfærni starfsfólks á þekkingaröld. Uppgötvaðu hvernig við eflum fólk og vinnustaði til aukins árangurs með því að rækta þekkingu, kunnáttu, viðhorf og færni sem er forsenda framfara í íslensku atvinnulífi
Stafrænt fræðslusetur
Leiðtoga Akademían
Einstaklingsmiðað stjórnendanám fyrir leiðtoga á öllum stigum.
Einstaklingsmiðað stjórnendanám fyrir leiðtoga á öllum stigum.
Hlaðvarp
Gott fólk með Guðrúnu Högna
Spjall við öfluga leiðtoga í íslensku samfélagi.