Teymið á Íslandi hlýtur viðurkenningu á alþjólegu þingi FranklinCovey í Dubai


Guðrún Högnadóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd teymis FranklinCovey á Íslandi á þingi félagsins í Dubai þann 20. september sl.  Teymi Íslands hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir árangur í starfi m.a. fyrir verulegan vöxt á milli ára, fyrir metnað við þýðingu og þróun efnis á íslensku á stafrænu þekkingarsetri, og fyrir markaðssókn (e. market penetration).  FranklinCovey á Íslandi fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og þjónar vaxandi árangri fjölda vinnustaða með þróun leiðtoga, helgun starfsfólks, menningu árangurs og sjálfbærri frammistöðu.


Paul Walker forstjóri FranklinCovey, Guðrún Högnadóttir og Jennifer Colosemo, President Enterprise division.