Lykilfærni starfsfólks og samfélaga – greining Alþjóðaefnahagsráðsins

Við lifum í heimi framfara og tækninýjunga. Sá veruleiki kallar á stöðuga uppfærslu á lykilfærni starfsfólks á öllum stigum vinnustaða. Aþjóðaefnahagsráðið (e. The World Economic Forum) gefur reglulega út skýrslu um mikilvægustu færniþætti starfsfólks. Í Putting Skills First: A Framework for Action er kynnt forskrift að mikilvægustu færniþáttum til ársins 2027. Þar á meðal er gagnrýnin hugsun, sköpunargáfa, virk hlustun og þrautsegja. Þá er einnig tekið fram að undir 50% af starfsfólki hefur aðgang að viðeigandi þjálfun til að efla þá færni sem krafist er af þeim í starfi. Þetta eru þeir færniþættir sem FranklinCovey hefur um árabil lagt metnað sinn í að rannsaka og rækta

Þú getur lesið skýrsluna í heild sinni hér