Forðastu kulnun
Það er auðvelt að hunsa sjálfa/n sig og fókusera á velferð annara. Ef þú sinnir ekki sjálfum/sjálfri þér þá kanntu að ná árangri til skamms tíma – en þú munt fórna eigin velferð til lengri tíma litið. Vertu hreinskilin/n við sjálfa/n þig um það sem þú getur tekist á hendur og ekki setja pressu á þig að gera meira en þú ert fær um og treystir þér til.
5 skref til að forðast kulnun
Hér er smá ráðgjöf um hvernig halda má geðheilsu sinni í erilsömu vinnuumhverfi nútímasamfélags:
- Svífstu einskis í að viðhalda áætlun þinni. Haltu skrá í eina viku til að koma auga á hvernig þú raunverulega verð tíma þínum. Ef þú ert að svara tilgangslausum tölvupóstum eða sífellt að athuga samfélagsmiðla, prófaðu þá að skrá þig einungis inn á vissum tímum dagsins. Ef þú ert að sækja fundi sem skila litlu, óskaðu þá eftir dagskrá fyrirfram til að athuga hvort það sé nauðsynlegt að þú mætir. Ef svo er ekki, óskaðu eftir því að sleppa fundinum til að verja tíma í mikilvægari mál.
- Komdu auga á mikilvægustu verkefni þín á hverjum morgni og sinntu þeim fyrst.
- Ekki gleyma minnislistanum í höfðinu á þér. Skrifaðu allt niður. Nýttu tæknina í að halda utan um verkefnalista.
- Biddu yfirmann þinn um hjálp við að forgangsraða því sem þér hefur verið falið að gera.
- Vertu hreinskilin/n um það sem þú getur ekki. Ekki setja pressu á þig að taka að þér meira en þú ert fær um.