Fjórar kynslóðir á sama vinnustað: Viðtal við Guðrúnu Högna
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, fór í viðtal hjá Vísi.is að ræða um nýjan veruleika nú þegar það mætast fjórar kynslóðir á vinnustöðum og því þurfi að skilja ólíkar þarfir og kröfur mismunandi kynslóða. Guðrún ræðir einnig mikilvægi þess að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga sem þurfa að vera vel undirbúin fyrir ýmis verkefni og áskoranir sem fylgja leiðtogahlutverkinu.
Ásamt því kynnir Guðrún til leiks nýtt hlaðvarp á vegum FranklinCovey sem ber heitið Gott fólk með Guðrúnu Högna. Hlaðvarpið fer í loftið í janúar 2023 og þar sem rætt verður við flottan og fjölbreyttan hóp leiðtoga um stjórnun, rekstur, mikilvægar lexíur og þætti sem stuðla að vexti og árangri. Fjallað verður um hlaðvarpið í Atvinnilífinu á Vísi.is