7 venjur til árangurs í 30 ár

30 ára viska sem á enn við í dag!

Nú eru 30 ár liðin síðan upprunarlega ritið af 7 Venjur til Árangurs kom á markaðinn og gjörbreytti miklu fyrir fyrirtæki og einstaklinga um allan heim. Bókin hefur fengið titilinn “Áhrifamesta bók 20. aldarinnar” og ekki að ástæðulausu. Yfir 40 milljónir eintaka af upprunalega ritinu hafa verið seldar um allan heim, á alls 38 tungumálum, þar á meðal íslensku.

Í tilefni þess að yfir 30 ár séu liðin síðan Stephen R. Covey birti upprunalega ritið af 7 Venjur til Árangurs er komin út “afmælis-útgáfa” af bókinni. Endurútgáfan byggir á sömu klassísku venjum en bætir við aukinni umfjöllun sem stuðlar að velgengni á upplýsingaöld. Þrátt fyrir að venjunar 7 standi enn, þá er farið dýpra í hvern hluta frá sjónarhorni Sean Covey sem hefur í áratugi unnið eftir hugmyndafræði föður síns. Hann fjallar um rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á síðustu 30 árum sem styðja við hugmyndafræði Stephen R. Covey, sem skrifaði um þær árið 1989.

Það má hugsa til þess á þessum fordæmalausu tímum sem standa nú fyrir að nauðsynlegt sé að temja sér heilbrigðar og skilvirkar venjur sem hjálpa okkur að ráða við komandi áskoranir. Því má segja 7 Venjur til Árangurs komi á fullkomnum tíma fyrir alla þá sem vilja nýta þessa krefjandi tíma sér til bætinga á sviðum samskipta- og forystueiginleika og hámarka afkastagetu sína í lífi og starfi.

Eintak af 7 Venjur til Árangurs á íslensku er hægt að nálgast hér

Viðtal við Sean Covey um venjurnar 7 má lesa hér