Ertu að drukkna í ólesnum tölvupósti?

Ekki grafast undir fjalli af tölvupóstum. Gríptu til neyðaraðgerða til að bjarga pósthólfinu þínu – og þér – frá yfirþyrmandi magni skilaboða. Byrjaðu að grafa þig út úr „víti“ tölvupóstanna með þessum hugmyndum:

  1. Byrjaðu á að taka frá eina klukkustund til að einbeita þér að óafgreiddu póstunum.
  2. Færðu allt pósthólfið þitt í möppu sem heitir „óafgreitt“.
  3. Eyddu strax út því sem þú getur, líkt og tilkynningum frá samfélagsmiðlum, fréttabréfum og gömlum samtalsþráðum.
  4. Svaraðu öllum tölvupóstum sem tekur 2 mínútur eða minna að svara. Færðu pósta sem tekur meira en 2 mínútur að svara í möppu sem heitir „tímafrekt“.
  5. Taktu frá 30 til 60 mínútna tímablokkir yfir næstu daga til að vinna þig í gegnum „tímafrekt“-möppuna þar til hún er alveg tóm.

Lykillinn felst í því að koma í veg fyrir að tölvupóstar hlaðist upp í framtíðinni. Hreinsaðu til í pósthólfinu við lok hvers vinnudags og notaðu stillingar fyrir pósthólfið til að koma í veg fyrir að ónauðsynlegur póstur birtist til að byrja með.


Ef þú undirbýrð ekki starfsfólk til að taka forystu stefnirðu árangri vinnustaðar þíns í voða. Öðlastu þá innsýn sem þarf til að koma í veg fyrir alvarleg mistök fyrsta stigs stjórnenda með því að kynna þér nýjustu rannsóknarniðurstöður okkar.

make the mental leap to leader
Smelltu á myndina til að næla þér í handbók framúrskarandi stjórnenda