Erindi á viðburði Samtaka verslunar og þjónustu | Guðrún Högnadóttir

Þann 11. janúar sl. hélt Guðrún Högnadóttir erindi á viðburði Samtaka verslunar og þjónustu. Í erindinu varpaði hún ljósi á þrjátíu og fimm ára reynslu sína af þjálfun, þróun og eflingu starfsfólks og vinnustaða. 

Á sínum starfsferli hefur Guðrún unnið með 400+ vinnustöðum og segir verðmætin sem þar skapast óendanleg. Hún deildi innsýn inn í þau fjögur lykilhlutverk sem hún hefur gegnt í atvinnulífinu, virði reynslunnar og helgunar ásamt mikilvægi þess að þjóna vegferð hvers og eins í starfi. Þannig geti allir náð mögnuðum og víðtækum áhrifum með því að virkja slagkraft námsefnis, fólks og tækni.

Innslagið á viðburði Samtaka verslunar og þjónustu má sjá hér að neðan.


Fleira sem þú gætir haft áhuga á

Frítt fagefni

Hagnýtar handbækur

Sæktu fjölda handbóka og verkfæra um veruleika vaxandi fólks og vinnustaða.

Færni og frammistaða

Forsenda framfara

Við látum okkur varða grunnfærni starfsfólks á þekkingaröld.  Uppgötvaðu hvernig við eflum fólk og vinnustaði til aukins árangurs með því að rækta  þekkingu, kunnáttu, viðhorf og færni sem er forsenda framfara í íslensku atvinnulífi

Stafrænt fræðslusetur

Leiðtoga
Akademían

Einstaklingsmiðað stjórnendanám fyrir leiðtoga á öllum stigum.

Hlaðvarp

Gott fólk með Guðrúnu Högna

Spjall við öfluga leiðtoga í íslensku samfélagi.