Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um leiðtogahæfni.
7 venjur til árangurs® GRUNNUR
Auktu árangur allra – einstaklinga, teyma, vinnustaða og samfélaga.
Árangur vinnustaðarins byggir á öflugu framlagi einstaklinga og árangri teyma á öllum stigum. Frábær frammistaða grundvallast á virkum gildum, hegðun og færni sem samstillir getu einstaklinga við stefnu vinnustaðarins.
Leggðu grunninn að viðvarandi og vaxandi árangri allra starfsmanna með margverðlaunuðu vinnustofunni 7 venjur til árangurs – GRUNNUR, sem er einsdags útgáfa af 7 venjum til árangurs – Signature®. Á námskeiðinu eru kynnt til leiks grunnlögmál, viðhorf og aðferðir árangurs eins og þau birtast í alþjóðlegu metsölubókinni 7 venjur til árangurs.
7 venjur kynna til leiks sannreynt ferli persónulegs og félagslegs vaxtar sem hefur varanleg áhrif til aukins árangurs í lífi og starfi.
Innsýn efnistök: Virkt tungutak
Venja 1: Vertu virk(ur)®
Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað og haft áhrif á frekar en það sem þú stýrir ekki.
Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®
Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná árangri.
Venja 3: Mikilvægast fyrst®
Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðunum frekar en að vera stöðugt að bregðast við áríðandi málefnum.
Venja 4: Hugsaðu Vinn-Vinn®
Vertu árangursríkari í samstarfi með því að skapa sambönd sem byggjast á miklu trausti.
Venja 5: Skilja fyrst, miðla síðan®
Hafðu áhrif á aðra með því að þróa með þér djúpan skilning á þörfum þeirra og viðhorfum.
Venja 6: Skapaðu samlegð®
Þróaðu nýjar og spennandi aðferðir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.
Venja 7: Skerptu sögina®
Auktu helgun, orku og jafnvægi milli starfs- og einkalífs með því að gefa þér tíma til að huga að sjálfum/sjálfri þér.
Fyrirkomulag vinnustofu
Lífstíðarlærdómur – hagnýtt og skemmtilegt
Markhópur
Allir starfsmenn á öllum stigum vinnustaðarins. Margir vinnustaðir nýta þessa vinnustofu sem skyldunám nýliða (e. onboarding).
Tímalengd
Vinnustofa á vettvangi er samtals 8 klst. Oft kennt á 2 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 9 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.
Innifalið
7 venjur til árangurs — vönduð handbók og verkfæri þátttakenda á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Stafrænn aðgangur að námsefni og ítarefni með áskrift að AllAccessPass. 360° stafrænt mat og vönduð skýrsla.
Öflug nálgun
Að stjórna sjálfum sér og leiða aðra til árangurs
Persónulegi sigurinn – að stjórna sjálfum sér
Þátttakendur leggja grunninn að karakter með því að stjórna sjálfum sér fyrst —og öðlast þar með persónulega sigurinn. Þeir taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum, ákvörðunum, tilfinningum og árangri. Þátttakendur læra að samstilla eigin persónulegu lífssýn við tilgang teymisins og vinnustaðarins og læra hvernig þeir geta framkvæmt sín stærstu markmið með því að einblína á það sem skiptir mestu máli, ekki bara það sem er mest aðkallandi hverju sinni.
Opinberi sigurinn – að starfa með öðrum
Síðan er unnið er með vöxt þátttakenda að opinbera sigrinum með því að leggja grunninn að árangursríkri samvinnu—til að hafa langvarandi áhrif á liðsheildina og vinnustaðinn í heild. Þátttakendur kynnast hugarfari gnægðar í öllum samskiptum, hvernig þeir geta átt árangursrík samskipti við aðra með virkri hlustun og hvernig þeir geta nýtt samlegð til þess að leysa vandamál og finna þá enn betri lausnir við vandamálum.
Það eru nokkur atriði sem skipta máli þegar það kemur að velja FranklinCovey. Það er í fyrsta lagi að þetta er alþjóðlega viðurkennt nám og námsefnið er því búið til af miklu fagfólki á sviði stjórnunar. FranklinCovey hafa verið starfandi í áratugi og hafa sannað að efnið er vel uppbyggt og byggt á rannsóknum. Efnið er hægt að klæðskeriðsauma að ákveðnum stjórnendum. Svo skiptir líka máli að hafa gott aðgengi að FranklinCovey á Íslandi, eins og Guðrún Högnadóttir sem keyrir þetta á Íslandi er mikill reynslubolti og að hafa það aðgengi er mjög mikilvægt.
OPM Core Competencies
- Creativity and innovation
- External Awareness
- Resilience
- Strategic Thinking
- Developing others
- Accountability
- Customer Service
- Decisiveness
- Interpersonal skills
- Integrity/Honesty
- Continual learning
- Public-Service Motivation
Lominger Competencies
- Dealing with Ambiguity
- Humor
- Composure
- Integrity and Trust
- Negotiating
- Listening
- Innovation Management
- Technical Learning
- Timely Decision Making
- Action Oriented
- Perserverance
- Patience
Self Development - Self Knowledge
- Boss Relationships
- Personal Learning
- Work/Life Balance
- Career Ambition
- Creativity
- Understanding Others
SHL Core Competencies
- Taking action
- Making decisions
- Acting on own initiative
- Acting with confidence
- Taking responsibility
- Caring for others
- Supporting others
- Showing empathy
- Developing/communicating
- Communicating
- Listening
- Showing tolerance and consideration
- Showing emotional self-control
- Coping with pressure
- Self-knowledge and insight
- Understanding others
- Upholding ethics and values
- Showing social and environmental
- responsibility
- Utilizing diversity
- Relating across levels
- Managing conflict
- Using humor
- Networking
- Building rapport
- Making an impact
- Shaping conversation
- Achieving objectives
- Pursuing self-development
- Negotiating
- Appealing to emotions
- Gaining agreement
- Analyzing and evaluating information
- Testing assumptions and investigating
- Making judgements
- Thinking quickly
- Encouraging and supporting
- organizational learning
- Innovating
- Thinking broadly
- Approaching work strategically
- Demonstrate ambition
- Working energetically and
- enthusiastically
- Balancing work and personal life
- Setting and developing strategically
- Visioning
- Planning
- Managing time
- Monitoring progress
- Setting objectives
- Driving projects to results
- Demonstrating commitment
- Dealing with ambiguity
- Accepting new ideas
- Showing cross-cultural awareness
- Adapting interpersonal style
- Adapting
- Maintaining a positive outlook
- Handling criticism
Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey
Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.
Stafræn vinnustofa
Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.
Vinnustofa á vettvangi
Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.
Fjarnám
Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt – hvar sem er, hvenær sem er.
Kynntu þér nánar
Frí handbók
7 venjur til árangurs – öflugur lærdómur til persónulegrar forystu
Stafræn þekkingarveita
All Access Pass®
AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.
Styrkir vegna fræðslu
Fræðslustyrkir
Nýttu þér fjölmarga valkosti til að sækja styrki í fræðslusjóði á Íslandi. Allt að 90% endurgreiðsla á kostnaði vegna námskeiða og vinnustofa.
Persónuleg stafrænt nám
Leiðtogaakademían
Einstaklingsmiðað nám til að auka lykilfærni þína á þekkingaröld með aðgangi að stafrænum verðlaunanámskeiðum FranklinCovey hvar, hvenær og hvernig sem er.