Markþjálfun

Virkjaðu markþjálfa okkar til að þróa leiðtoga og ná helstu markmiðum vinnustaðarins.

Leystu úr læðingi hæfileika og getu allra á þínum vinnustað.

Varanleg hegðunarbreyting er flókin í öllum aðstæðum en þá sérstaklega með hliðsjón af allri þeirri ábyrgð og kröfum til starfsfólks. Rannsóknir sýna að markþjálfun, ásamt markvissri þjálfun, getur bætt hagnýtingu þess lærdóms um 400%. Leiðtogar sem hljóta markþjálfun á sinni lærdómsvegferð eiga auðveldara með að tileinka sér æskilega hegðunarbreytingu og innleiða lærdóm fjórum sinnum hraðar en þeir sem ekki fá markþjálfun.

Quote PNG

My coach was both challenging and supportive. As leaders, we have limited time to assign topics that can have a significant impact on our performance or our teams. Coaching provides the space and time to dig down and identify the root cause to these issues and assign a workable plan to address them.

— Vice President, Global Healthcare Company

Markþjálfun fyrir leiðtoga

Lykillinn að árangri fyrir stjórnendur

Markþjálfun fyrir stjórnendur er ein árangursríkasta leiðin til að skapa viðvarandi og jákvæða hegðunarbreytingu hjá leiðtogum. Þetta hjálpar þér að ná betri viðskiptaárangri og að undirbúa vinnustaðinn þinn fyrir framtíðina.

FranklinCovey býður upp á framúrskarandi markþjálfunarþjónustu sem hjálpar þér að hafa áhrif á árangur vinnustaðarins þíns. Markþjálfun okkar hámarkar jákvæð áhrif á markaði og tryggir árangur. Markþjálfun er ávallt sérsniðin að þínum þörfum.

Markþjálfun fyrir breytingar

Lykillinn að árangri fyrir stjórnendur í nýjum hlutverkum

Slagkraftur breytinga er drifinn áfram af öflugum leiðtogum sem ganga samstíga í takt. Leiðandi vinnustaðir vita að með því að bjóða upp á stuðning fyrir stjórnendur sem taka að sér ný hlutverk geta þeir betur tryggt árangur vinnustaðarins. Tryggðu að stjórnendur aðlagist nýjum hlutverkum á árangursríkan og hnökralausan hátt.

Markþjálfun FranklinCovey eflir breytingaferli með því að samstilla og efla leiðtoga á öllum stigum. Við vinnum með innstu innviði vinnustaðarins til þess að hámarka aðlögun og árangur á sem stystum tíma fyrir nýja stjórnendur.

Styrkjandi markþjálfun

Virkjaðu lærdóm, skapaðu ábyrgð og hraðaðu hegðunarbreytingum

Styrkjandi markþjálfun FranklinCovey er gerð til þess að auðvelda lærdóm og hegðunarbreytingu allra. Þessi tegund markþjálfunar veitir þátttakendum tækifæri til að virkja lærdóm á meðan á stuðning markþjálfa stendur. Markþjálfarnir hjálpa þátttakendum að tækla erfiðustu áskoranirnar. Einnig eru teknir í notkun skipulagðir markþjálfunarfundir sem einblína á að innleiða nýjar hugmyndir.

Styrkjandi markþjálfunarstundir skapa stuðning og ábyrgð þegar kemur að hegðunarbreytingu með því að skrá niður árangur og skapa skuldbindingar. Styrkjandi markþjálfun auðveldar skilning á nauðsynlegum hugmyndum og hegðunarmynstrum sem þátttakendur læra að virkja.

Frí handbók

Að miðla breytingum: Tól fyrir leiðtoga

Notaðu þessa gagnvirku handbók til að hjálpa þér að miðla breytingum við teymið þitt.

Vefvarp

Margfaldarar – Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Taktu þátt í klukkustundarlöngu vefvarpi til að hjálpa leiðtogum þínum að nálgast og nýta áður ónýtta getu í þeirra teymi til að hámarka árangur.