Sölustjórnun

Þróaðu söluleiðtoga sem skara fram úr, byggja upp varanleg tengsl og ná settum markmiðum aftur og aftur.

Taktu söluárangur teymisins á næsta stig.

Árangursrík söluaðferð byggir á góðri blöndu vísinda og lista. Söluteymi þurfa stefnu og vel skilgreinda ferla sem nýta markmið, mælikvarða og greiningar til að greina hvaða einstaklingar eru líklegastir til að kaupa. En þeir þurfa líka að rækta einstök tengsl og traust til að loka samningum og ná frekari viðskiptum frá núverandi viðskiptavinum. Teymi eru oft frábær í einum af þessum þáttum sölu, en skortir hinn – sem getur haft neikvæð áhrif á afkomu vinnustaðarins.

Söluleiðtogar setja markmið fyrir heildarframmistöðu liðs síns. Þegar leiðtogar bera kennsl á ónýtta möguleika teymisins og tækifæri til vaxtar hækka þeir staðal fyrir sjálfa sig og samstarfsmenn sína þegar þeir innleiða nýtt nám og bestu starfsvenjur.

Að bæta ferli og nálgun söluteymisins þíns getur hjálpað fyrirtækinu þínu að ná stöðugt vaxtarmarkmiðum. Efni FranklinCovey og margsannað framkvæmdakerfi gerir sölustjórum kleift að leysa úr læðingi hæfileika teymis síns og undirbúa vinnustaðinn fyrir stöðugan langtímaárangur.

Lykilfærni fyrir sölu

Bestu sölustjórarnir vita hvernig á að greina ákjósanlega viðskiptavini, nálgast samninga með stefnumarkandi kerfi og loka þannig samningnum.

Stefnumótandi leit

Beitir kerfisbundinni nálgun við leit að möguleikum

Málsvörn viðskiptavina

Sýnir hvernig á að byggja upp viðskiptasambönd við tilvonandi viðskiptavini og núverandi kúnna til að þróa fleiri stefnumótandi tækifæri

Loka samningum

Þjálfar teymi til að ná meiri sölu með því að beita hugarfari og hæfileikum þeirra bestu í heiminum

Frí handbók

7 leiðir til virkari forystu

Nýttu tímalausa nálgun metsölubókarinnar 7 venjur til árangurs til að auka áhrif og árangur þinn sem leiðtogi. Lykilfærni við að leiða fólk til árangurs í fjarvinnu eða í raunheimum.

Námskeið

Sölustjórnun® Að fylla pípurnar

Sölustjórnun: Að fylla pípurnar inniheldur einstaklega vel hannað ferli til að hjálpa sölufólki að virkja það sem þau lærðu á 12-vikna námskeiðinu til að tryggja langvarandi hegðunarbreytingu.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Að meta tækifæri í pípunum

 • 01 Stafræn vinnustofa

  Að hjálpa viðskiptavinum að ná árangri: Að meta tækifæri

  Nýttu samböndin þín í stærri og stefnumótandi tækifæri á meðan þú einbeitir þér að samningum og lærir hugarfar og færni hjá þeim allra færustu í bransanum.

  Lengd: 1 dagur

   

 • 02 Verkfæri

  Reglubókin um að meta tækifæri

  Þátttakendur innleiða lögmál sem þeir lærðu í vinnulotunni á meðan þeir æfa og beita meginreglum.

  Lengd: 60 mín

 • 03 Markþjálfun

  Ábyrgðarathugun

  Þátttakendur halda sér ábyrgum með reglubundnum skýrslum sem þeir skila til söluleiðtoga og/eða jafningjaþjálfara.

  Lengd: 30 mín