Stefnumótandi forysta

Náðu markmiðum vinnustaðarins þínum aftur og aftur með því að þróa framkvæmd stefnu hjá þínu teymi.

Þróaðu getu teyma til að vinna stefnufast að mikilvægustu markmiðunum

Árangursrík framkvæmd stefnu er mikilvægur þáttur í því að knýja fram sterkan viðskiptaárangur. Þróun kunnáttu og kerfa með hliðsjón af framkvæmd stefnu getur haft gríðarleg áhrif á frammistöðu vinnustaðarins.

Lykillinn að stöðugri framkvæmd er ferli. Teymi þurfa skýrar væntingar til frammistöðu sem skilgreina hvaða athafna og hegðunar er óskað og hverjar skapa áhættu fyrir vinnustaðinn. Teymi þurfa kerfi sem hjálpa liðsmönnum að mæla framfarir og ná markmiðum sínum. Og þau þurfa að fjárfesta í réttum verkfærum, úrræðum og umgjörðum svo teymið þeirra geti skilað mikilvægu starfi á áætlun.

Þróun stefnumótandi kerfis getur hjálpað þér að breyta óreglulegum árangri í stöðugan árangur hjá öllu fyrirtækinu þínu. Efni FranklinCovey og margsannað framkvæmdakerfi mun styrkja liðsmenn þína, hjálpa þeim að framkvæma stefnu fyrirtækisins og knýja fram frábæran viðskiptaárangur, aftur og aftur.

Lykilhæfni til að fræmkvæma stefnu

Öflug framkvæmd byrjar á því að skilgreina skýr markmið vinnustaðarins og búa til réttu hvatana til að tryggja að liðsmenn nái þeim.

Að setja teymismarkmið

Virkir teymi með því að virkja liðsmenn til að setja sér markmið svo þeir finni fyrir persónulegri ábyrgð

Að ná teymismarkmiðum

Skapar sameiginlegar aðgerðir með sýnilegri stigatöflu

Frí handbók

4 skref til að skerpa á og hrinda í framkvæmd markmiðum

Einföld formúla, úr 4DX grunnstoðum við framkvæmd stefnu (4 Disciplines of Execution) veitir þér öfluga leið til að koma auga á „hvar þú ert í dag, hvert þú vilt fara og frestinn til að ná því markmiði“.

Námskeið

Innleiðing stefnu með 4DX

Aðferðafræði FranklinCovey veitir vinnustöðum, sem leitast eftir því að efla framkvæmd stefnu, viðeigandi tól til þess að ná markmiðum sínum með því að skapa menningu framúrskarandi frammistöðu.

Sögur viðskiptavina

Whirlpool

Auka söluárangur til muna

Whirlpool leitaði að sönnuðu ferli til að auka framleiðni söludeildar sinnar. Sjáðu hvernig 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu®hjálpaði Whirlpool að þrengja fókusinn á sölu og marktækar aðgerðir – og tókst þannig að auka sölu sína um $5.7M á fyrstu 90 dögunum.

Alamo háskólinn

Að auka helgun nemenda

Alamo háskólinn einblíndi á að halda nemendum í námi og halda þeim helguðum þegar kom að því að sinna náminu. Sjáðu hvernig skólanum tókst að auka gráðufjölda um 17% á 8 mánuðum, og tókst þannig að framkvæma mikilvægasta markmiðið, og langt umfram það.

Dekalb læknastöðin

Að auka ánægju sjúklinga

Dekalb læknastöðin notaði 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu® til að ná framúrskarandi árangri með hliðsjón af ánægju sjúklinga. Sjáðu hvernig Dekalb fór úr því að tilheyra 3. prósentustigi í að vera hluti af 99. prósentustigi í frammistöðu.

Marriott

Að ná betri árangri en nokkru sinni fyrr

Fáar iðnaðargreinar urðu fyrir jafn miklu tekjutapi og hótelrekstur á þessum óvissutímum. Sjáðu hvernig Marriott gat helgað starfsmenn sína að mikilvægustu markmiðunum, jafnvel í miðjum heimsfaraldri.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Samræmdu liðin þín og ferla til að ná árangri

  • 01 Lausn

    Samstilltu hin sex réttu

    Til að mæta þörfum nýs umhverfis verða leiðtogar að ákveða hvernig þeir munu framkvæma stöðugt með því að samstilla sex lykilkerfi: Fólk, skipulag, umbun, aðföng, ákvarðanir og ferla.

    Lengd: 30-60 mín

  • 02 Jhana

    Að bæta ferla til að bregðast við stefnumótandi breytingum

    Hjálpaðu stjórnendum að læra að bæta ferla þegar þeir bregðast við stefnumótandi vinnustaðabreytingum.

    Lengd: 20 mín

     

  • 03 Jhana

    Hvernig á að leiða teymi til að ná settu markmiði.

    Fylgdu þessum ráðum til að hjálpa þér að gefa teyminu þínu besta möguleika á að ná markmiðum sínum, sama hvaða hindranir koma upp.

    Lengd: 15 mín

  • 04 Innsýn

    Barrátta sem þarf að leysa

    Horfðu á þetta myndband um nýsköpun: hvernig nýsköpun er sprottin af baráttu, hvernig við erum öll frumkvöðlar og hvernig má finna tækifæri til nýsköpunar alls staðar í kringum okkur.

    Lengd: 15 mín

  • 05 Whitepaper

    Framkvæmd í óvissu og margbreytileika

    Metsöluhöfundurinn og stefnumótunarsérfræðingurinn Chris McChesney útlistar hvernig 4 grunnstoðir til innleiðingar stefnu® geta hjálpað leiðtogum að ná árangri, jafnvel á óvissutímum.

    Lengd: 30 mín