Tengslamyndun – nokkur lögmál


Öll þurfum við tengslanet til að uppfylla drauma okkar. Til að auka virði okkar. Og til að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama.

Það er auðveldara fyrir sum okkar en fyrir aðra. Ef þú ert innhverfur einstaklingur (e. introvert) þarftu líklega að fara út fyrir þægindarammann þinn og efla hæfileika þína. Líkt og með alla hæfileika þarf að þróa, hlúa að og betrumbæta færnina. Margir innhverfir einstaklingar hafa taumlausa orku, elska að rækta sambönd og eiga frumkvæðið að samskiptum. Þetta þýðir þó ekki að maður sé sjálfvirkt orðinn góður í að mynda tengslanet.

Lögmál fyrir árangursríka tengslamyndun:

1. Hafðu hugarfar gnægðar.

Að hugsa stöðugt: “Það er til nóg fyrir alla,” hvort sem um er að ræða viðurkenningu, orðstír, athygli, fjármögnun, fjölmiðla, o.s.frv.

2. Hugsaðu Vinn/Vinn.

Byrjaðu á því að spyrja: “Hvað er sigur fyrir þennan aðila og hvernig get ég tryggt að sigurinn sé í höfn?”

3. Taktu því rólega.

Ekki verja öllum fundum, símtölum og stefnumóti í myndun tengslanets. Ræktaðu traust áður en þú hefur að mynda tengslanet. Fólk er ótrúlega gott í að greina sjálfhverfa tækifærissinna — og er enn betra í að halda sig fjarri þeim.

4. “Geturðu lánað mér mannorðið þitt?”

Mundu að í hvert skipti sem þú hyggst skapa tengslanet með einhverjum ertu að biðja um að viðkomandi ábyrgist þig. Það byggir á þeirra trúverðugleika, ekki þínum eigin. Ekki óska eftir myndun tengslanets við of marga. Sýndu í staðinn fram á skynsemi, áreiðanleika og trúverðugleika með því að skuldbinda þig og standa við loforð.

5. “Þakka þér fyrir!”

Þegar einhver í tengslanetinu þínu býðst til að stækka þitt tengslanet skaltu þakka þeim fyrir, augliti til auglitis. Horfðu í augun á viðkomandi, taktu í hönd hans og tjáðu af einlægni hve mikils þú metur tengslin. Skýrðu ásetning þinn. Lofaðu að gera aðra stolta. Viltu vinna þér inn fleiri tengingar? Stattu við öll þín loforð.

6. Bjóddu öðrum að stækka þeirra tengslanet.

  • Hvern þekkir þú sem ég ætti að þekkja?
  • Hvern þekki ég sem þú ættir að þekkja?

7. Fólk getur ekki veitt þér aðstoð ef þú biður ekki um hana.

Mundu að þú þarft sterka sjálfsvitund til að vita hvort þú hafir áunnið þér réttinn til að spyrja.

8. Vertu ekta.

Viðurkenndu ef þér finnst erfitt að tengjast öðrum, segðu frá styrkleikum þínum og veikleikum.

9. Bjóddu öðrum aðstoð.

Tryggðu að þú bjóðir þeim aðstoð sem eru í kringum þig, áður en þau biðja þig um aðstoð.

Innleiddu sum þessara hugtaka í sambönd þín og horfðu á tengslanet þitt stækka.


Lögmál árangursríkrar forystu hafa ekki breyst, en þegar sumir liðsmenn vinna í staðvinnu, aðrir vinna heima og enn aðrir vinna í blönduðu starfsumhverfi, verða leiðtogar að beita þessum lögmálum á annan hátt.