Að ná árangri á óvissutímum

Sem leiðtogi á óvissutímum geturðu annað hvort horfst í augu við þær áskoranir sem eru á sjóndeildarhringnum eða hundsað þær og tekist á við afleiðingar þeirra síðar meir. Ef þú velur að horfast í augu við áskoranirnar framundan getum við útvegað þér þau tól, aðferðir og aðföng sem þú þarft til að leiðbeina teymum þínum til árangurs og róa hugann á tímum aukins álags. 


Aðföng til að hjálpa þér að dafna á tímum breytinga

Á tímum mikillar óvissu standa leiðtogar frammi fyrir einum af tveimur valkostum. Leiðtogar geta gefið sig á vald aðgerðarleysis og leyft óvissu að skaða menningu, frammistöðu og árangur. Þeir geta einnig umbreytt ótta í helgun og notað óvissuna til að auka traust og hvatt il árangurs hjá öllum á vinnustaðnum.

Við veitum leiðtogum tól og aðföng til að hjálpa þeim að leiða vinnustaði í gegnum óvissutíma. Undanfarna þrjá áratugi höfum við leiðbeint hundruðum þúsunda leiðtoga, þvert á tugþúsundir stofnana, við að bæta framkvæmdarferla, auka traust og umbreyta menningu.

1. hluti: Framkvæmdu forgangsatriðin

Framkvæmdu mikilvægustu forgangsatriðin á árangursríkan hátt.

Það er afar mikilvægt að einblína á allra mikilvægustu forgangstriðin sem skila mestum árangri. Allir innan vinnustaðarins verða að skilja hvar áherslan liggur og hvernig þeirra daglegu verkefni tengjast mikilvægustu forgangsatriðunum. Með skýrum markmiðum, sterkri samstöðu og velstilltu kerfi til að auka daglega einbeitingu og ábyrgð, ná vinnustaðir miklum framförum á skömmum tíma, og þar á meðal á óvissutímum. Eru mikilvægustu forgangsatriðin á vinnustaðnum skýr? Veistu hvort dagleg verkefni starfsmanna samstillast þessum forgangsatriðum?

Tengt efni:

Myndband: Leverage Four Principles to Execute in Times of Change

Handbók: Execute Your Strategic Goals and Create Breakthrough Results

On-Demand vefvarp: Achieve Breakthrough Results in the Midst of Your Whirlwind

PDF: Executing in Uncertainty and Complexity

Tilviksrannsókn (e. case study): Learn How the 4 Disciplines of Execution® Created Breakthrough Results at Marriott Hotels

Myndband: Execute in Uncertainty and Complexity

2. hluti: Auktu traust

Auktu traust til að auka hraða.

Í umhverfi þar sem traust er lítið eykst spenna, lækkar hraði og kostnaður hækkar. Sambland ef litlum hraða og háum kostnaði getur haft afar slæm áhrif á vinnustaðinn og mun draga verulega úr getu teyma þinna til að efla nýsköpun, þjóna viðskiptavinum og sameinast á óvissutímum. Þjáist vinnustaðurinn þinn af litlu trausti sem gæti hægt á þér þegar þú þarft minnst á því að halda?

Tengt efni:

Blogg: Are My Remote Employees Actually Working?

Tilviksrannsókn (e. case study): Instead of falling victim to financial disaster, Frito-Lay exceeded expectations.

3. hluti: Áorkaðu fleiru

Gerðu meira fyrir minna.

Fólkið þitt þarf að vera skilvirkt og árangursríkt. Í nútímanum er enginn tími til að sóa orku eða fjármagni í það sem ekki mun hafa áhrif til lengri tíma. Þar sem margir starfsmenn vinna að heiman eða á blönduðum. starfsvettvangi er aafar nauðsynlegt að þeir hafi aðgang að tólum sem hjálpa þeim að beina tíma sínum og orku að þeim verkefnum sem munu skila mestum árangri.

Tengt efni:

Viðtal: Learn to Focus on Your Top Priorities

Tilviksrannsókn (e. case study): See How Mississippi Power Was Able to Thrive During Times of Change

Blogg: 8 Ways to Manage Remote Team Members More Effectively

Tilviksrannsókn (e. case study): How Western Digital Was Able to Thrive After a Massive Crisis

Myndband: 5 Tips for Leading Your Team Through Turbulent Times

4. hluti: Umbreyttu ótta

Breyttu ótta í helgun

Sambland ótta, kvíða og óvissu kæfir framleiðni, nýsköpun og helgun. Bestu leiðtogarnir hjálpa fólki sínu að komast hratt í gegnum breytingaferlið. Fyrir vikið ná þessir leiðtogar að helga starfsfólk sitt til enn meiri þátttöku á tímum óvissu, frekar en að draga úr henni. Hefur þú veitt leiðtogum þínum þau tól sem þau þurfa til þess að dafna á tímum breytinga?

Tengt efni:

On-Demand vefvarp: Achieve Results in Times of Change

Blogg: 8 Ways to Better Manage Ambiguity and Uncertainty

Myndband: Leena Rinne on Stress Management

Myndband: Helping Your Team Through Changing Times

PDF: Reduce Your Anxiety and Fear as a Leader

5. hluti: Tekjur

Leiddu söluteymið þitt í gegnum óvissu

Söluleiðtogar hafa staðið frammi fyrir áskorunum í fortíðinni en áskoranir eru af öðru meiði í nútímanum. Allir vinnustaðir standa frammi fyrir áskorunum á tímum heimsfaraldurs og almennrar óvissu. Þér mun vegna betur á óvissutímum ef þú leggur þig fram við að framkvæma áætlanir og fara eftir skipulagi. Árangursrík framkvæmd áætlunar snýst ekki bara um að vita hvað þú eigir að gera næst, heldur að gera það sem þú veist. Þitt teymi þarfnast þinnar forystu. Ert þú tilbúin(n)?

Tengt efni:

Viðtal: Boosting Sales Performance

Blogg: How Leaders and Organizations Can Embrace Social Selling

Blogg: Fostering a Collaborative Sales and Marketing Relationship Leads to Big Wins

PDF: Narrow Your Sales Focus

On-Demand vefvarp: Focus Your Sales Efforts in Difficult Times