Að virkja 360° matið

Hvernig nýti ég niðurstöður mínar til vaxtar?

360° mat FranklinCovey snýst um lærdóm og vöxt

Rannsóknir sýna að sjálfsvitund, að vita hver við erum og hvernig aðrir sjá okkur, er grunnurinn að sterkum persónulegum vexti og varanlegum tengslum. 360° mat FranklinCovey er verkfæri sem hjálpar þér að skilja það virði sem þú færir samstarfsfólki þínu ásamt því að beina athygli að þeim svæðum þar sem þú hefur tækifæri til umbóta. Það mikilvægasta er að þú færð sjálf/ur að velja hvað þú gerir við þínar niðurstöður. Hvort sem þú ferð yfir niðurstöður þínar með markþjálfa eða ein/n mun þessi leiðarvísir hjálpa þér að skilja ferlið betur til að afhjúpa áhrifamestu tækifærin. Við vonum að þessi reynsla ýti undir lærdóm, persónulegan vöxt og spennandi þróun.

Hvers vegna 360°?

Ímyndaðu þér að þú sért ein/n á bát í Kyrrahafinu. Án réttu verkfæranna er líklegt að þú týnir áttum. Sérhver sjómaður veit að verkfæri líkt og stjörnur, kort og áttaviti eru nauðsynleg til réttrar ákvarðanatöku. Þegar 360° matið er unnið rétt muntu geta nálgast upplýsingar um styrkleika þína, tækifæri til vaxtar og það sem gerir framlag þitt einstakt. Þegar þú öðlast sjálfsvitund muntu ósjálfrátt gera meira af því sem þú elskar, skilja betur hvað það er sem þú getur bætt og hvernig þú getur breytt um stefnu.

Hvað er 360°?

Margir sjá þig vinna frá degi til dags. 360° matið er tækifæri til að upplifa hvernig mismunandi einstaklingar, sem gegna mismunandi hlutverkum, sjá þig.

360° endurgjöf er ekki “eini sannleikurinn”

Þó að einhver sjái þig á ákveðinn hátt þýðir það ekki að um sé að ræða “sannleikann”. Þetta kann að vera sannleikur viðkomandi og þú mátt vera ósammála. Það er fullkomlega í lagi! Nýttu 360° matið frekar sem upplýsingar sem gætu vakið forvitni þína. Grafðu dýpra!

Að undirbúa 360°

Biddu þína nánustu um endurgjöf

Það getur verið freistandi að biðja fólk um endurgjöf sem þú veist að mun nota falleg orð til að lýsa þér eða er einstaklega hreinskilið. Einbeittu þér að því að sækjast eftir endurgjöf frá þeim sem eru tilbúnir að veita þér uppbyggjandi rýni til gagns af umhyggju.. Þetta eru þeir einstaklingar sem eru heiðarlegir vegna þess að þeir hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Þetta er fólk sem:

  • Ber virðingu fyrir þér.
  • Hefur séð þig í starfstengdu umhverfi.
  • Skilur hvað árangur merkir fyrir þig.
  • Er viljugt til þess að vera hreinskilið.

Óskaðu eftir þátttöku augliti til auglitis

Það skiptir máli fyrir þá sem veita þér endurgjöf að þeir viti að þú munir spyrja þá fyrir fram. Þetta er best að gera í eigin persónu eða með myndsamtali. Þannig geturðu einnig útskýrt fyrir viðkomandi hve mikilvægt þeirra framlag er og hvað það skiptir þig miklu máli.

Slepptu því að fá endurgjöf frá…

Þú vilt alls ekki lenda í því að vera að lesa endurgjöf þína og mögulega hunsa hana vegna þess að þú sérð ekki virði hennar. Slepptu endurgjöf frá:

  • Þeim sem ekki trúa á getu þína til vaxtar.
  • Þeim sem gefa þér hrós án þess að meina það.
  • Fjölskyldu og vinum.
  • Fólki sem þú vinnur ekki reglulega með.

Að fara yfir 360° matið

  • Finndu rólegan stað til að skoða endurgjöf þína, t.d. utan skrifstofunnar.
  • Skuldbittu þig að finna 2% sannleikann; það sem er bara 2% satt varðandi endurgjöfina. Prófaðu að spyrja, “Hvað fæ ég út úr þessari endurgjöf?”
  • Hugðu að SPASA: Sjokk, Pirringur, Andspyrna, Sátt, Aðstoð. Það er gott að vita að þú gætir gengið í gegnum hvert skref í ferlinu, og það er mjög eðlilegt!
  • Skuldbittu þig að reyna EKKI að finna út úr því hver sagði hvað – það dregur úr tækifæri þínu til lærdóms. 

Á meðan þú ferð yfir matið

1

1. Gerðu skuldbindingu þína.

Þegar þú skoðar 360° matið þitt gæti sumt verið auðlæsilegt og sumt ekki. Hvernig geturðu skuldbundið þig til þess að fá sem mest út úr matinu þínu? 

2

2. Byrjaðu á því að taka eftir.

Taktu eftir mynstri (hlutum sem minnst er á oftar en einu sinni): 

  • Hvaða styrkleikum tekur þú eftir?
  • Hvaða tækifærum til vaxtar tekurðu eftir?
  • Hvaða “óskum” tekurðu eftir?
3

3. Samstilltu þig við styrkleika þína.

Þetta snýst ekki um að fegra neitt, heldur að gera meira af því sem þú gerir þegar vel . Spurðu: 

  • Hvernig geturðu aukið styrkleika þína frekar?
  • Hvernig geta styrkleikar þínir stutt við vöxt þinn á öðrum sviðum?
  • Hvaða styrkleikar komu þér á óvart? 
4

4. Skýrðu svæðin til vaxtar. 

  • Hvaða ummæli komu þér á óvart?
  • Hvað hefurðu lært um þau svæði þar sem þú vilt sjá vöxt?
  • Hvaða 2-3 svæði ættirðu að einblína á? 
5

5. Einblíndu á “óskirnar”

  • Hvað viltu gera við þær?
  • Hvað gæti breyst fyrir þig ef þú bregst við þessum “óskum”? 

Dragðu andann djúpt!

Þú fékkst heilmikið af endurgjöf sem gæti opnað á tilfinningar, bæði góðar og slæmar. En þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Dragðu bara djúpt andann og taktu skref frá endurgjöfinni. Meltu endurgjöfina. Þegar þú ert tilbúin(n) skaltu taka skrefið og komast að því hvernig þú getur unnið úr endurgjöfinni.

Ekki reyna að bregðast við öllu! Það er freistandi að fá endurgjöf og vilja að innleiða allar mögulegar breytingar. Prófaðu frekar að staldra við og velja eitthvað eitt til að vinna í. Ekki gleyma öllum þeim styrkleikum sem þú hefur. 

  • Hvað er þetta eina “stóra” sem þú ættir að einblína á? 

Þegar þú hefur komist að því… 

Hvað gerist öðruvísi ef mér tekst að einblína á þetta eina “stóra”?

  • Hvernig veit ég hvort ég sé að taka framförum?
  • Hve langan tíma mun það taka tíma?
  • Hverjir verða mínir ábyrgðarfélagar? 

Hverju ætla ég að sleppa? Að vita hvar styrkleikar þínir liggja verður einnig auðveldara fyrir þig að greina hverju þú átt að sleppa. 

  • Hverjir verða þínir ábyrgðarfélagar? 

Þakkaðu fólki fyrir endurgjöfina. Gakktu úr skugga um að þakka öllum fyrir sem gáfu sér tíma til að veita þér 360 endurgjöf. Einnig gæti verið sniðugt að segja viðkomandi hvað þú lærðir og hverju þú ætlar að einbeita þér að. Umsagnaraðilar þínir geta einnig verið frábærir ábyrgðarfélagar.

Hugleiddu “hugarsamstarf” Margir samstarfsmenn þínir ganga í gegnum sama ferli og þú. Hér gæti verið sniðugt að skapa samstarf þar sem aðrir geta bæði skorað á þig og einnig orðið vitni að þínum vexti. 

  • Hver gæti verið hluti af þessu samstarfi?
  • Hvernig getum við stutt við vöxt hvors annars? 

Fagnaðu sjálfum/sjálfri þér! 

Þetta ferli krefst kjarks og auðmýktar. Taktu þér augnablik til að fagna skuldbindingu þinni að þínum vexti.